„Hefur ekkert með einhverja óvild að gera“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 12:30 Aðstaða Stjörnunnar í Ásgarði, þar sem þessi mynd er tekin, er löngu sprungin, segir formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, og því þörf fyrir tíma á Álftanesi. vísir/bára „Þetta snýst ekki um einhverja óvild. Það skiptir engu máli hvaða félag þetta hefði verið. Þetta dæmir sig sjálft,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, um ásakanir Aþenu í garð deildarinnar. Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar. Körfubolti Stjarnan Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar.
Körfubolti Stjarnan Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira