Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2021 22:44 Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir yfir Gunnólfsvík í viðtali við Stöð 2. Einar Árnason Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá svæðið efst á Gunnólfsvíkurfjalli í kringum ratsjárstöð NATO. Það er skilgreint sem öryggissvæði en Landhelgisgæslan annast núna rekstur stöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í vetur frumvarp um að öryggisvæðið yrði útvíkkað þannig að það næði einnig yfir Gunnólfsvíkina. Vísaði hann til hagsmuna og skuldbindinga Íslands gagnvart norðurslóðum. Ratsjárstöð NATO á Gunnólfsvíkurfjalli.Einar Árnason Í frumvarpsdrögum telur ráðherrann upp viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneytisbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar en tekur sérstaklega fram að engin áform séu um byggingu varnarmannvirkja á svæðinu. „Ísland er skuldbundið að einhverju leyti að taka að sér björgun og leit á norðurskautssvæðinu og þá er þetta náttúrlega ákjósanlegur staður að mínu viti,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Það hefur lengi verið vitað að ráðamenn í Washington hafa áhuga á að fá sérstaka flotahöfn á norðurslóðum. En er Gunnólfsvík staðurinn? Séð inn í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Ratsjárstöðin sést efst á Gunnólfsvíkurfjalli til hægri. Bærinn Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Úr röðum stjórnarandstæðinga á Alþingi og í umsögn samtaka hernaðarandstæðinga hafa áformin í Gunnólfsvík verið tortryggð og ýjað að því að verið sé að horfa til herskipahafnar. En óttast sveitarstjórinn að þetta geti orðið viðkvæmt og eldheitt mál ef það snertir öryggishagsmuni NATO? „Nei, þetta yrði fyrst og fremst öryggis- og leitarhöfn. Ég held að þetta hafi ekkert með hernað sem slíkan að gera og eigi ekkert að gera það. Mér finnst að við eigum að horfa bara á staðreyndir. Siglingar um norðurhöfin eru að aukast alveg gífurlega mikið og fyrr eða síðar þá verður óhapp hérna af einhverju tagi. Þá er mikilvægt að við séum undir það búnir að koma sem fyrst á staðinn með björgunarbúnað,“ svarar Jónas Egilsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir áratug létu ráðamenn Langanesbyggðar gera bækling um Gunnólfsvík á kínversku og fengu sendiherra Kína í heimsókn, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2011: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að utanríkisráðherra hefði farið með bandaríska sendiherrann upp á Gunnólfsvíkurfjall. Það er rangt. Hið rétt er að um borð var utanríkisráðherra ásamt sendiherra Íslands í Berlín samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Langanesbyggð Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál NATO Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá svæðið efst á Gunnólfsvíkurfjalli í kringum ratsjárstöð NATO. Það er skilgreint sem öryggissvæði en Landhelgisgæslan annast núna rekstur stöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í vetur frumvarp um að öryggisvæðið yrði útvíkkað þannig að það næði einnig yfir Gunnólfsvíkina. Vísaði hann til hagsmuna og skuldbindinga Íslands gagnvart norðurslóðum. Ratsjárstöð NATO á Gunnólfsvíkurfjalli.Einar Árnason Í frumvarpsdrögum telur ráðherrann upp viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneytisbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar en tekur sérstaklega fram að engin áform séu um byggingu varnarmannvirkja á svæðinu. „Ísland er skuldbundið að einhverju leyti að taka að sér björgun og leit á norðurskautssvæðinu og þá er þetta náttúrlega ákjósanlegur staður að mínu viti,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Það hefur lengi verið vitað að ráðamenn í Washington hafa áhuga á að fá sérstaka flotahöfn á norðurslóðum. En er Gunnólfsvík staðurinn? Séð inn í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Ratsjárstöðin sést efst á Gunnólfsvíkurfjalli til hægri. Bærinn Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Úr röðum stjórnarandstæðinga á Alþingi og í umsögn samtaka hernaðarandstæðinga hafa áformin í Gunnólfsvík verið tortryggð og ýjað að því að verið sé að horfa til herskipahafnar. En óttast sveitarstjórinn að þetta geti orðið viðkvæmt og eldheitt mál ef það snertir öryggishagsmuni NATO? „Nei, þetta yrði fyrst og fremst öryggis- og leitarhöfn. Ég held að þetta hafi ekkert með hernað sem slíkan að gera og eigi ekkert að gera það. Mér finnst að við eigum að horfa bara á staðreyndir. Siglingar um norðurhöfin eru að aukast alveg gífurlega mikið og fyrr eða síðar þá verður óhapp hérna af einhverju tagi. Þá er mikilvægt að við séum undir það búnir að koma sem fyrst á staðinn með björgunarbúnað,“ svarar Jónas Egilsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir áratug létu ráðamenn Langanesbyggðar gera bækling um Gunnólfsvík á kínversku og fengu sendiherra Kína í heimsókn, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2011: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að utanríkisráðherra hefði farið með bandaríska sendiherrann upp á Gunnólfsvíkurfjall. Það er rangt. Hið rétt er að um borð var utanríkisráðherra ásamt sendiherra Íslands í Berlín samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.
Langanesbyggð Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál NATO Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41