Misskiptingin gæti ekki verið skýrari Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 14:00 Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar segir brýnt að ríkari lönd aðstoði þau fátækari með bóluefni Vísir Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að ríkari þjóðir aðstoði þær fátækari mun betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Á meðan aðeins nokkur prósent séu bólusett í Eþíópíu sé rætt um að gefa fólki örvunarskammt hér á landi. Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann. Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann.
Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34