Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2021 11:48 Kelly neitar sök og lögmenn hans segja konurnar bitrar grúppíur. Getty/Scott Olson Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Konan sem bar vitni í gær, kölluð Jane Doe 5, sagðist hafa kynnst Kelly þegar hann bauð henni upp á hótelherbergi að loknum tónleikum í Orlando í Flórída árið 2014. Konan var þá 17 ára gömul en sagðist vera 18 ára. Konan sagðist hafa vonast til þess að fá að þreyta áheyrnapróf fyrir söngvarann, sem vildi hins vegar ekki leyfa henni að sýna hvað í sér bjó fyrr en hún leyfði honum að framkvæmda ákveðna kynlífsathöfn. Kelly sagðist myndu „sjá um hana fyrir lífstíð“ og konan gaf eftir. Eftir að samband þeirra hófst krafðist söngvarinn fullkominnar hlýðni. Ef konan gerði ekki eins og hann bauð var henni refsað, meðal annars með flengingum sem voru svo harkalegar að húð konunnar rofnaði. Upptökur voru gerðar af öllum kynlífsathöfnum. Konan sagðist hafa greint Kelly frá því á einhverjum tímapunkti að hún væri undir lögaldri en að sambandið hafi engu að síður haldið áfram. Kelly, sem hefur verið með herpes í meira en áratug að sögn læknis, smitaði konuna og neyddi hana til að gangast undir þungunarrof til að viðhalda líkamsvexti sínum. Verjendur Kelly munu yfirheyra konuna í dómsal í dag. Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Konan sem bar vitni í gær, kölluð Jane Doe 5, sagðist hafa kynnst Kelly þegar hann bauð henni upp á hótelherbergi að loknum tónleikum í Orlando í Flórída árið 2014. Konan var þá 17 ára gömul en sagðist vera 18 ára. Konan sagðist hafa vonast til þess að fá að þreyta áheyrnapróf fyrir söngvarann, sem vildi hins vegar ekki leyfa henni að sýna hvað í sér bjó fyrr en hún leyfði honum að framkvæmda ákveðna kynlífsathöfn. Kelly sagðist myndu „sjá um hana fyrir lífstíð“ og konan gaf eftir. Eftir að samband þeirra hófst krafðist söngvarinn fullkominnar hlýðni. Ef konan gerði ekki eins og hann bauð var henni refsað, meðal annars með flengingum sem voru svo harkalegar að húð konunnar rofnaði. Upptökur voru gerðar af öllum kynlífsathöfnum. Konan sagðist hafa greint Kelly frá því á einhverjum tímapunkti að hún væri undir lögaldri en að sambandið hafi engu að síður haldið áfram. Kelly, sem hefur verið með herpes í meira en áratug að sögn læknis, smitaði konuna og neyddi hana til að gangast undir þungunarrof til að viðhalda líkamsvexti sínum. Verjendur Kelly munu yfirheyra konuna í dómsal í dag.
Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07