„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2021 08:42 Magdalena Andersson er fædd í Uppsölum árið 1967 og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt. Getty Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. Almennt er talið að fjármálaráðherra Svíþjóðar til síðustu sjö ára, Magdalena Andersson, sé líklegust til að verða fyrir valinu, en enn sem komið er hefur þó enginn stigið fram og boðið sig fram til formennsku. Hinn 54 ára Andersson hefur í sænsku fjölmiðlum verið kölluð „krónprinsessan“ og líta flestir til hennar þegar kemur að því að velja næsta formann. Hún þykir af mörgum hafa passað vel upp á fé sænskra skattborgara síðustu ár og hefur hún lýst sjálfri sér sem „nískasta fjármálaráðherranum“ innan Evrópusambandsins. Keppti í sundi Andersson er fædd í Uppsölum og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem ráðgjafi Monu Sahlin, þáverandi formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá sænskum skattayfirvöldum þar sem hún var til ársins 2012. Hún varð svo fjármálaráðherra árið 2014 í fyrstu ríkisstjórn Löfvens, embætti sem hún hefur gegnt æ síðan. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er á sænska þinginu hefur minnihlutastjórn Löfvens, þurft að stýra landinu á fjárlögum sem borgaralegu flokkarnir hafa samþykkt á þingi. Magdalena Andersson og Stefan Löfven hafa verið saman í ríkisstjórn frá árinu 2014. Andersson sem fjármálaráðherra og Löfven sem forsætisráðherra.EPA Enn engin kona gegnt embættinu Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndum þar kona hefur enn ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Einungis ein kona hefur gegnt formennsku í Jafnaðarmannaflokknum – Mona Sahlin 2007 til 2011 – en á þeim árum var flokkurinn í stjórnarandstöðu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Löfvens í stóli formanns eru innanríkisráðherrann Mikael Damberg, orkumálaráðherrann Anders Ygeman og viðskiptaráðherrann Ardelan Shekarabi. Ekki sjálfsagt að nýr formaður verði forsætisráðherra Sá sem verður arftaki Löfvens sem formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó ekki sjálfkrafa forsætisráðherra. Þegar Löfven mun formlega biðjast lausnar verður hann starfandi forsætisráðherra á meðan forseti sænska þingsins ræðir við flokksformenn og veitir þeim sem þykir líklegastur til að geta myndað stjórn umboð til stjórnarmyndunar. Næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó vissulega í kjörstöðu til að mynda nýja stjórn, en sænska þingið þarf að greiða atkvæði um tillögu þingforsetans um næsta forsætisráðherra. Mjög mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu, en núverandi minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja er háð stuðningi bæði Vinstriflokksins og Miðflokksins. Kosningar fara næst fram í Svíþjóð haustið 2022. Svíþjóð Tengdar fréttir Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Almennt er talið að fjármálaráðherra Svíþjóðar til síðustu sjö ára, Magdalena Andersson, sé líklegust til að verða fyrir valinu, en enn sem komið er hefur þó enginn stigið fram og boðið sig fram til formennsku. Hinn 54 ára Andersson hefur í sænsku fjölmiðlum verið kölluð „krónprinsessan“ og líta flestir til hennar þegar kemur að því að velja næsta formann. Hún þykir af mörgum hafa passað vel upp á fé sænskra skattborgara síðustu ár og hefur hún lýst sjálfri sér sem „nískasta fjármálaráðherranum“ innan Evrópusambandsins. Keppti í sundi Andersson er fædd í Uppsölum og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem ráðgjafi Monu Sahlin, þáverandi formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá sænskum skattayfirvöldum þar sem hún var til ársins 2012. Hún varð svo fjármálaráðherra árið 2014 í fyrstu ríkisstjórn Löfvens, embætti sem hún hefur gegnt æ síðan. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er á sænska þinginu hefur minnihlutastjórn Löfvens, þurft að stýra landinu á fjárlögum sem borgaralegu flokkarnir hafa samþykkt á þingi. Magdalena Andersson og Stefan Löfven hafa verið saman í ríkisstjórn frá árinu 2014. Andersson sem fjármálaráðherra og Löfven sem forsætisráðherra.EPA Enn engin kona gegnt embættinu Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndum þar kona hefur enn ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Einungis ein kona hefur gegnt formennsku í Jafnaðarmannaflokknum – Mona Sahlin 2007 til 2011 – en á þeim árum var flokkurinn í stjórnarandstöðu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Löfvens í stóli formanns eru innanríkisráðherrann Mikael Damberg, orkumálaráðherrann Anders Ygeman og viðskiptaráðherrann Ardelan Shekarabi. Ekki sjálfsagt að nýr formaður verði forsætisráðherra Sá sem verður arftaki Löfvens sem formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó ekki sjálfkrafa forsætisráðherra. Þegar Löfven mun formlega biðjast lausnar verður hann starfandi forsætisráðherra á meðan forseti sænska þingsins ræðir við flokksformenn og veitir þeim sem þykir líklegastur til að geta myndað stjórn umboð til stjórnarmyndunar. Næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó vissulega í kjörstöðu til að mynda nýja stjórn, en sænska þingið þarf að greiða atkvæði um tillögu þingforsetans um næsta forsætisráðherra. Mjög mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu, en núverandi minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja er háð stuðningi bæði Vinstriflokksins og Miðflokksins. Kosningar fara næst fram í Svíþjóð haustið 2022.
Svíþjóð Tengdar fréttir Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent