„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2021 08:42 Magdalena Andersson er fædd í Uppsölum árið 1967 og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt. Getty Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. Almennt er talið að fjármálaráðherra Svíþjóðar til síðustu sjö ára, Magdalena Andersson, sé líklegust til að verða fyrir valinu, en enn sem komið er hefur þó enginn stigið fram og boðið sig fram til formennsku. Hinn 54 ára Andersson hefur í sænsku fjölmiðlum verið kölluð „krónprinsessan“ og líta flestir til hennar þegar kemur að því að velja næsta formann. Hún þykir af mörgum hafa passað vel upp á fé sænskra skattborgara síðustu ár og hefur hún lýst sjálfri sér sem „nískasta fjármálaráðherranum“ innan Evrópusambandsins. Keppti í sundi Andersson er fædd í Uppsölum og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem ráðgjafi Monu Sahlin, þáverandi formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá sænskum skattayfirvöldum þar sem hún var til ársins 2012. Hún varð svo fjármálaráðherra árið 2014 í fyrstu ríkisstjórn Löfvens, embætti sem hún hefur gegnt æ síðan. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er á sænska þinginu hefur minnihlutastjórn Löfvens, þurft að stýra landinu á fjárlögum sem borgaralegu flokkarnir hafa samþykkt á þingi. Magdalena Andersson og Stefan Löfven hafa verið saman í ríkisstjórn frá árinu 2014. Andersson sem fjármálaráðherra og Löfven sem forsætisráðherra.EPA Enn engin kona gegnt embættinu Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndum þar kona hefur enn ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Einungis ein kona hefur gegnt formennsku í Jafnaðarmannaflokknum – Mona Sahlin 2007 til 2011 – en á þeim árum var flokkurinn í stjórnarandstöðu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Löfvens í stóli formanns eru innanríkisráðherrann Mikael Damberg, orkumálaráðherrann Anders Ygeman og viðskiptaráðherrann Ardelan Shekarabi. Ekki sjálfsagt að nýr formaður verði forsætisráðherra Sá sem verður arftaki Löfvens sem formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó ekki sjálfkrafa forsætisráðherra. Þegar Löfven mun formlega biðjast lausnar verður hann starfandi forsætisráðherra á meðan forseti sænska þingsins ræðir við flokksformenn og veitir þeim sem þykir líklegastur til að geta myndað stjórn umboð til stjórnarmyndunar. Næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó vissulega í kjörstöðu til að mynda nýja stjórn, en sænska þingið þarf að greiða atkvæði um tillögu þingforsetans um næsta forsætisráðherra. Mjög mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu, en núverandi minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja er háð stuðningi bæði Vinstriflokksins og Miðflokksins. Kosningar fara næst fram í Svíþjóð haustið 2022. Svíþjóð Tengdar fréttir Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Almennt er talið að fjármálaráðherra Svíþjóðar til síðustu sjö ára, Magdalena Andersson, sé líklegust til að verða fyrir valinu, en enn sem komið er hefur þó enginn stigið fram og boðið sig fram til formennsku. Hinn 54 ára Andersson hefur í sænsku fjölmiðlum verið kölluð „krónprinsessan“ og líta flestir til hennar þegar kemur að því að velja næsta formann. Hún þykir af mörgum hafa passað vel upp á fé sænskra skattborgara síðustu ár og hefur hún lýst sjálfri sér sem „nískasta fjármálaráðherranum“ innan Evrópusambandsins. Keppti í sundi Andersson er fædd í Uppsölum og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem ráðgjafi Monu Sahlin, þáverandi formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá sænskum skattayfirvöldum þar sem hún var til ársins 2012. Hún varð svo fjármálaráðherra árið 2014 í fyrstu ríkisstjórn Löfvens, embætti sem hún hefur gegnt æ síðan. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er á sænska þinginu hefur minnihlutastjórn Löfvens, þurft að stýra landinu á fjárlögum sem borgaralegu flokkarnir hafa samþykkt á þingi. Magdalena Andersson og Stefan Löfven hafa verið saman í ríkisstjórn frá árinu 2014. Andersson sem fjármálaráðherra og Löfven sem forsætisráðherra.EPA Enn engin kona gegnt embættinu Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndum þar kona hefur enn ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Einungis ein kona hefur gegnt formennsku í Jafnaðarmannaflokknum – Mona Sahlin 2007 til 2011 – en á þeim árum var flokkurinn í stjórnarandstöðu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Löfvens í stóli formanns eru innanríkisráðherrann Mikael Damberg, orkumálaráðherrann Anders Ygeman og viðskiptaráðherrann Ardelan Shekarabi. Ekki sjálfsagt að nýr formaður verði forsætisráðherra Sá sem verður arftaki Löfvens sem formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó ekki sjálfkrafa forsætisráðherra. Þegar Löfven mun formlega biðjast lausnar verður hann starfandi forsætisráðherra á meðan forseti sænska þingsins ræðir við flokksformenn og veitir þeim sem þykir líklegastur til að geta myndað stjórn umboð til stjórnarmyndunar. Næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó vissulega í kjörstöðu til að mynda nýja stjórn, en sænska þingið þarf að greiða atkvæði um tillögu þingforsetans um næsta forsætisráðherra. Mjög mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu, en núverandi minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja er háð stuðningi bæði Vinstriflokksins og Miðflokksins. Kosningar fara næst fram í Svíþjóð haustið 2022.
Svíþjóð Tengdar fréttir Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06