Liverpool gefur Salah ekki leyfi til að spila næstu landsleiki Egyptalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 07:30 Mo Salah hefur byrjað tímabilið á Englandi með látum. AP photo/Rui Vieira Egyptaland verður án stjörnuleikmanns síns Mohamed Salah er liðið mætir Angóla og Gabon í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar. Liverpool leyfir leikmanninum ekki að fara sökum þess að Salah þyrfti að fara í sóttkví við komuna aftur til Liverpool-borgar. Egyptaland mætir Angóla á heimavelli í Kaíró þann 2. september og Gabon á útivelli þremur dögum síðar. Báðir leikir eru hluti af undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Egyptaland hefur undanfarin ár verið með nokkuð sterkt lið en verður án stjörnu leikmannsins Mo Salah í þessum leikjum. Egyptaland er eitt sex landa sem er rautt á ferðalista Bretlands. Það þýðir að Salah þyrfti að fara í 10 daga sóttkví við heimkomuna. Hann þyrfti að vera á sóttvarnarhóteli allan tímann og fara í skimun tvívegis á meðan þeim tíma stendur. Ásamt Egyptalandi eru Síle, Kólumbía, Mexíkó, Tyrkland og Úrúgvæ eru einnig rauð. Liverpool have told the Egyptian FA Mohamed Salah will not join up with the rest of the country's squad for their upcoming World Cup qualifiers due to quarantine restrictions.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2021 Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið liðum leyfi til að banna leikmönnum að fara í landsleiki fari svo að þeir missi af leikjum með félagsliði vegna sóttkvíar. Liverpool hefur sent bréf á egypska knattspyrnusambandið þar sem það útskýrir stöðu sína. Enska félagið vonar að knattspyrnusmband Egyptalands skilji stöðu félagsins þar sem það hafi hagsmuni leikmannsins að leiðarljósi. Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Liverpool tekið sömu ákvörðun varðandi aðra leikmenn sem gætu þurft að fara í sóttkví eftir landsleikjatörnina í upphafi næsta mánaðar. Samkvæmt frétt the Telegraph mun Manchester City gera slíkt hið sama. Brasilíska þríeykið Alisson Becker, Fabinho og Roberto Firmino fær því væntanlega ekki leyfi frá Liverpool til að spila við Síle þann 2. september. Sömu sögu er svo að segja af Ederson og Gabriel Jesus hjá City. Knattspyrnusamband Brasilíu mun eflaust setja sig upp á móti þessu enda um að ræða stór nöfn í þeirra liði. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira
Egyptaland mætir Angóla á heimavelli í Kaíró þann 2. september og Gabon á útivelli þremur dögum síðar. Báðir leikir eru hluti af undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Egyptaland hefur undanfarin ár verið með nokkuð sterkt lið en verður án stjörnu leikmannsins Mo Salah í þessum leikjum. Egyptaland er eitt sex landa sem er rautt á ferðalista Bretlands. Það þýðir að Salah þyrfti að fara í 10 daga sóttkví við heimkomuna. Hann þyrfti að vera á sóttvarnarhóteli allan tímann og fara í skimun tvívegis á meðan þeim tíma stendur. Ásamt Egyptalandi eru Síle, Kólumbía, Mexíkó, Tyrkland og Úrúgvæ eru einnig rauð. Liverpool have told the Egyptian FA Mohamed Salah will not join up with the rest of the country's squad for their upcoming World Cup qualifiers due to quarantine restrictions.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2021 Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið liðum leyfi til að banna leikmönnum að fara í landsleiki fari svo að þeir missi af leikjum með félagsliði vegna sóttkvíar. Liverpool hefur sent bréf á egypska knattspyrnusambandið þar sem það útskýrir stöðu sína. Enska félagið vonar að knattspyrnusmband Egyptalands skilji stöðu félagsins þar sem það hafi hagsmuni leikmannsins að leiðarljósi. Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Liverpool tekið sömu ákvörðun varðandi aðra leikmenn sem gætu þurft að fara í sóttkví eftir landsleikjatörnina í upphafi næsta mánaðar. Samkvæmt frétt the Telegraph mun Manchester City gera slíkt hið sama. Brasilíska þríeykið Alisson Becker, Fabinho og Roberto Firmino fær því væntanlega ekki leyfi frá Liverpool til að spila við Síle þann 2. september. Sömu sögu er svo að segja af Ederson og Gabriel Jesus hjá City. Knattspyrnusamband Brasilíu mun eflaust setja sig upp á móti þessu enda um að ræða stór nöfn í þeirra liði.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira