Innlent

Ísland enn í hæsta áhættuflokki hjá CDC

Árni Sæberg skrifar
Hugsanlega kæmu fleiri Bandaríkjamenn til landsins ef ekki væri fyrir ráðleggingar CDC.
Hugsanlega kæmu fleiri Bandaríkjamenn til landsins ef ekki væri fyrir ráðleggingar CDC. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, uppfærði lista á ferðaráðssíðu sinni í dag. Ísland er enn í hæsta áhættuflokki og er Bandaríkjamönnum því áfram alfarið ráðið frá ferðalögum til landsins.

Á heimasíðu CDC er Bandaríkjamönnum sagt að forðast ferðalög til Íslands en séu þau nauðsynleg sé mikilvægt að vera fullbólusettur áður en lagt er af stað. Vegna ástandsins hér séu jafnvel fullbólusettir í hættu á að fá og dreifa Covid-19.

Þá er þeim sem ferðast hingað þrátt fyrir viðvaranir ráðlagt að virða sóttvarnarreglur hér á landi, nota grímu og halda sig sex fet eða 182 sentímetra frá næsta manni.

Þá er Ísland enn á lista yfir þau lönd sem ekki má ferðast til Bandaríkjanna frá, án þess að hafa tengingu við landið.


Tengdar fréttir

Ísland komið í hæsta áhættuflokk vestanhafs

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) ráðleggur Bandaríkjamönnum nú alfarið frá ferðalögum til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ísland er nú komið í hæsta áhættuflokk; orðið „rautt“ í bókum vestanhafs.

Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×