Fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. vísir

Flóttamannanefnd hefur sent félagsmálaráðherra tillögur um hvernig tekið skuli á móti flóttafólki frá Afganistan. Boðað er til kröfufundar vegna málsins á Austurvelli í dag.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherrasegir íslensk stjórnvöld verða að bregðast við við stöðunni í samstarfi við nágrannaríki. En glugginn til að ná fólki út úr Afganistan fer að lokast eftir að allt alþjóðaherlið á að vera á brott á þriðjudag í næstu viku.

Sóttvarnalæknir skoðar hvort tilefni er til að rýmka reglur um samkomutakmarkarnir. Faraldurinn hafi verið að hægri niðurleið undanfarna dagar og staðan á Landspítalanum stöðug.

Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára hófust í Laugardalshöll í dag. Börn fædd 2006 og 2007 verða bólusett í dag en fædd 2008 og 2009 á morgun. Reiknað er með að um tíu þúsund börn verði bólusett í Laugardalshöllinni.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×