Ákvörðunin um að yfirgefa Afganistan byggð á „hálfvitalegum“ pólitískum frasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Blair fór ófögrum orðum um ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan. epa/Vickie Flores Ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa Afganistan var röng og drifin af „hálfvitalegum“ pólitískum frasa um að binda enda á svokölluð „eilífðarstríð“ (e. forever wars). Þetta segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Blair sagði í samtali við breska fjölmiðla að þátttaka Breta í aðgerðum í Afganistan hefði ekki verið til einskis, né fórnir breskra hermanna. Raunverulegur árangur hefði náðst á 20 árum, ekki síst að tryggja að heil kynslóð komst til vits og ára utan skugga talíbana. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði engan vafa á að ný stjórn talíbana myndi veita Al Kaída skjól. Þá hefði Ríki íslams verið að ná fótfestu í Afganistan. „Ef þú horfir til heimsins alls þá sérðu að þeir sem fagna þessari þróun eru aðeins þeir sem eru óvinveittir vestrænum hagsmunum,“ sagði hann. Blair sagði Breta hafa siðferðilega skyldu til að vera áfram í Afganistan þar til allir sem þyrftu að komast úr landinu hefðu verið fluttir á brott. Það ætti ekki að gerast með semingi, heldur í anda mannúðar og af ábyrgðartilfinningu. Hann sagði að mistök hefðu verið gerð en að viðbrögðin við þeim mistökum, að fara frá landinu, þýddu að sá árangur sem hefði náðst síðustu 20 ár myndi glatast. Nú fögnuðu allir jíhadistar. Stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Íran myndu sjá sér leik á borði. Peter Galbraith, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, sagði að öll þau ríki sem komið hefðu að aðgerðum í Afganistan bæru ábyrgð á því hvernig nú væri komið. Það sem hefði verið „hálfvitaleg“ hefði verið að reyna að mynda eina miðstjórn í ríki sem væri jafn menningar- og landfræðilega fjölbreytt og Afganistan. Og ekki síður að mynda bandalag með stjórnvaldi sem væri jafn spillt og raun hefði borið vitni. Afganistan Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Blair sagði í samtali við breska fjölmiðla að þátttaka Breta í aðgerðum í Afganistan hefði ekki verið til einskis, né fórnir breskra hermanna. Raunverulegur árangur hefði náðst á 20 árum, ekki síst að tryggja að heil kynslóð komst til vits og ára utan skugga talíbana. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði engan vafa á að ný stjórn talíbana myndi veita Al Kaída skjól. Þá hefði Ríki íslams verið að ná fótfestu í Afganistan. „Ef þú horfir til heimsins alls þá sérðu að þeir sem fagna þessari þróun eru aðeins þeir sem eru óvinveittir vestrænum hagsmunum,“ sagði hann. Blair sagði Breta hafa siðferðilega skyldu til að vera áfram í Afganistan þar til allir sem þyrftu að komast úr landinu hefðu verið fluttir á brott. Það ætti ekki að gerast með semingi, heldur í anda mannúðar og af ábyrgðartilfinningu. Hann sagði að mistök hefðu verið gerð en að viðbrögðin við þeim mistökum, að fara frá landinu, þýddu að sá árangur sem hefði náðst síðustu 20 ár myndi glatast. Nú fögnuðu allir jíhadistar. Stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Íran myndu sjá sér leik á borði. Peter Galbraith, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, sagði að öll þau ríki sem komið hefðu að aðgerðum í Afganistan bæru ábyrgð á því hvernig nú væri komið. Það sem hefði verið „hálfvitaleg“ hefði verið að reyna að mynda eina miðstjórn í ríki sem væri jafn menningar- og landfræðilega fjölbreytt og Afganistan. Og ekki síður að mynda bandalag með stjórnvaldi sem væri jafn spillt og raun hefði borið vitni.
Afganistan Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira