Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2021 21:33 Arnar Gunnlaugsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna. „Fyrri hálfleikur var svakalegur. Þetta var einhver rosalegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð“, sagðir sigurreifur þjálfari Víkings í viðtali strax eftir leik. Hann laug engu til um það þegar hann sagði að þetta hafi verið rosalegur fyrri hálfleikur. Víkingur voru mikla betra liðið og komust í 2-0 forystu en leikurinn endaði 2-1 en Kaj Leo minnkaði muninn. Leikið var í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla en með sigrinum jafnaði Víkingur Val að stigum á toppi deildarinnar og það stefnir í svakalegan endasprett. Arnar hélt svo áfram um leikinn: „Við keyrðum á þá og sköpuðum okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. En vitandi hvernig lið er þá vissum við að Valsmenn kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn. Við vorum samt með ágætis stjórn á þessum leik en þeir hentu öllu á okkur og uppskáru mark. En fyrst og fremst var það geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur hjá okkur.“ Arnar var spurður hvort hann teldi andleysi Valsmanna í fyrri hálfleik vera sökum þess hve Víkingur voru góðir í fyrri hálfleik. „Ég ætla að leyfa mér að vona það. Valsmenn hafa reynslu í svona stórleiki og það var klárlega ekkert vanmat hjá þeim en´við vorum vel stemmdir og maður finnur það. Fyrir leik, á æfingum fyrir leiki og þegar leikurinn er að byrja að menn séu vel stemmdir. Við höfum talað þroskamerki á þessu liði í allt sumar og töluðum um það fyrir leik að við erum búnir að vera með liðið í tvö ár og afhverju ættum við ekki að fara að taka skrefin fram á við. Mér fannst við sýna að við erum tilbúnir að fara lengra.“ Þetta var risasigur og var Arnar spurður að því hvort hann teldi að liðið hans væri að sýna að hans menn væru tilbúnir að fara alla leið. „Já mér finnst það. Það er erfitt að segja annað eftir svona frammistöðu. Þetta eru Íslandsmeistararnir og ég leyfi mér að efast um að Valsmenn hafi fengið svona, það er erfitt að finna eitthvað orð hérna, ég ætla ekki að nota kennslustund því það er erfitt að kenna liði eins og Val eitthvað í fótbolta. Þetta var bara svo góð frammistaða og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Það er líka svo gaman að sjá stráka eins og Viktor Örlyg springa út í þann leikmann sem hann á að verða. Það er mikið búið að tala um hann og það er svo gaman að geta tekið þátt í því að hann verði að þessum leikmanni. Svo voru svo margir sem stóðu sig svo vel í kvöld. Sölvi í hægri bakverði, hvað rugl er það? [spurði hann og hló] Stundum fær maður svona hugdettu og það gengur upp.“ Arnar var að lokum spurður að því hver væri maður leiksins að hans mati. „Við vorum með 11 hetjur í kvöld en það er erfitt að taka það af honum Viktor þó að t.d. mér hafi fundist Sölvi vera frábær í hægri bakverði. Viktor fær það samt fyrir vinnsluna, markið og hugmyndaflugið sem hann hefur á boltanum. Stundum er það til trafala hjá honum en hann var frábær í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var svakalegur. Þetta var einhver rosalegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð“, sagðir sigurreifur þjálfari Víkings í viðtali strax eftir leik. Hann laug engu til um það þegar hann sagði að þetta hafi verið rosalegur fyrri hálfleikur. Víkingur voru mikla betra liðið og komust í 2-0 forystu en leikurinn endaði 2-1 en Kaj Leo minnkaði muninn. Leikið var í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla en með sigrinum jafnaði Víkingur Val að stigum á toppi deildarinnar og það stefnir í svakalegan endasprett. Arnar hélt svo áfram um leikinn: „Við keyrðum á þá og sköpuðum okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. En vitandi hvernig lið er þá vissum við að Valsmenn kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn. Við vorum samt með ágætis stjórn á þessum leik en þeir hentu öllu á okkur og uppskáru mark. En fyrst og fremst var það geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur hjá okkur.“ Arnar var spurður hvort hann teldi andleysi Valsmanna í fyrri hálfleik vera sökum þess hve Víkingur voru góðir í fyrri hálfleik. „Ég ætla að leyfa mér að vona það. Valsmenn hafa reynslu í svona stórleiki og það var klárlega ekkert vanmat hjá þeim en´við vorum vel stemmdir og maður finnur það. Fyrir leik, á æfingum fyrir leiki og þegar leikurinn er að byrja að menn séu vel stemmdir. Við höfum talað þroskamerki á þessu liði í allt sumar og töluðum um það fyrir leik að við erum búnir að vera með liðið í tvö ár og afhverju ættum við ekki að fara að taka skrefin fram á við. Mér fannst við sýna að við erum tilbúnir að fara lengra.“ Þetta var risasigur og var Arnar spurður að því hvort hann teldi að liðið hans væri að sýna að hans menn væru tilbúnir að fara alla leið. „Já mér finnst það. Það er erfitt að segja annað eftir svona frammistöðu. Þetta eru Íslandsmeistararnir og ég leyfi mér að efast um að Valsmenn hafi fengið svona, það er erfitt að finna eitthvað orð hérna, ég ætla ekki að nota kennslustund því það er erfitt að kenna liði eins og Val eitthvað í fótbolta. Þetta var bara svo góð frammistaða og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Það er líka svo gaman að sjá stráka eins og Viktor Örlyg springa út í þann leikmann sem hann á að verða. Það er mikið búið að tala um hann og það er svo gaman að geta tekið þátt í því að hann verði að þessum leikmanni. Svo voru svo margir sem stóðu sig svo vel í kvöld. Sölvi í hægri bakverði, hvað rugl er það? [spurði hann og hló] Stundum fær maður svona hugdettu og það gengur upp.“ Arnar var að lokum spurður að því hver væri maður leiksins að hans mati. „Við vorum með 11 hetjur í kvöld en það er erfitt að taka það af honum Viktor þó að t.d. mér hafi fundist Sölvi vera frábær í hægri bakverði. Viktor fær það samt fyrir vinnsluna, markið og hugmyndaflugið sem hann hefur á boltanum. Stundum er það til trafala hjá honum en hann var frábær í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira