Segir óskiljanlegt að sóttvarnir hér lúti ekki sömu lögum og erlendis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 14:50 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddu sóttvarnamál í Sprengisandi. Vísir Rökstyðja þarf hvers vegna sóttvarnareglur hér á landi til langs tíma lúti ekki sömu reglum og sóttvarnir erlendis. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir skýrum svörum frá sóttvarnayfirvöldum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í vikunni inn tillögum að langtímaaðgerðum hér á landi. Margir hafa gagnrýnt nýju reglurnar og sagt þær of flóknar, óskiljanlegar jafnvel. Þá gagnrýndi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, reglur um sóttkví barna og ungmenna í skoðanagrein sem birtist á Vísi í vikunni. Þar heldur hann því fram að við blasi að þúsundir barna muni lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum, sem muni leiða til mikilla raskana á vinnumarkaði. „Við erum að kalla eftir því að þessum spurningum verði svarað með sannfærandi hætti. Ef við eigum og þurfum að búa við stífari takmarkanir og strangari reglur en gengur og gerist annars staðar þarf að útskýra það,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásdís segir óskiljanlegt að ekki sé horft til annarra ríkja þar sem samfélög eru komin lengra með að læra að lifa með veirunni. „Við þurfum að horfa til annarra ríkja, við þurfum að læra að lifa með veirunni. Sem dæmi nefnum við hraðprófin, af hverju erum við ekki að nota þessi hraðpróf víðar, eins og við erum að sjá erlendis. Sem betur fer erum við að sjá að það virðist vera samhljómur, hvort sem það er hjá stjórnarandstöðunni eða fulltrúum stjórnarflokkanna, finnst mér nú flestir vera sammála okkur, að við þurfum að eiga þetta samtal,“ segir Ásdís. Leita þurfi leiða hvernig við Íslendingar getum lifað sem eðlilegustu lífi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta. Hún hafi þó viljað fylgja ráðum sóttvarnalæknis þar sem hann sé helsti sérfræðingur þjóðarinnar í sóttvörnum og faraldursfræðum. „En ég er alveg sammála þó þeirri línu sem kemur fram í máli Ásdísar og SA að við verðum að leita allra mögulegra leiða til að samfélagið geti starfað með sem eðlilegustum hætti. Þar hef ég annars vegar talað um þessi próf á landamærum og svo þessi hraðpróf. Af því að samfélagið til dæmis víða um Evrópu gengur á sem eðlilegastan hátt einmitt út af notkun á hraðprófum,“ segir Helga Vala. Vandinn liggi í því að vilji sé fyrir hendi að halda samfélaginu opnu, að fólk þurfi sem minnst að fara í sóttkví og smitgát en svo aftur á móti séu foreldrar barna í skólum starfsmenn innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins þar sem starfað er með viðkvæmum einstaklingum. „Það er þetta fólk sem við erum öll sammála um að við verðum að vernda af því að heilbrigðiskerfið okkar er svo viðkvæmt út af pólitískum ákvörðunum að það ræður ekki við þetta,“ segir Helga. „Hraðpróf má mjög auðveldlega nota og þau eru notuð út um allan heim.“ Ásdís áréttar það að Samtök atvinnulífsins meini ekki að sóttvarnalæknir hafi rangt fyrir sér í sínum tillögum. Þau kalli hins vegar eftir því að þær tillögur séu rökstuddar. „Af því að verið erum að sjá það og finnum það, þau sem hafa ferðast erlendis í sumar, hvernig staðan er allt önnur þar. Þar er mun meira frelsi, það eru minni takmarkanir. Við erum að upplifa allt annað líf erlendis og það er auðvitað eðlileg krafa að sóttvarnayfirvöld komi og útskýri, með betri rökum en verið hefur, af hverju við erum að sjá þessar takmarkanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00 Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í vikunni inn tillögum að langtímaaðgerðum hér á landi. Margir hafa gagnrýnt nýju reglurnar og sagt þær of flóknar, óskiljanlegar jafnvel. Þá gagnrýndi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, reglur um sóttkví barna og ungmenna í skoðanagrein sem birtist á Vísi í vikunni. Þar heldur hann því fram að við blasi að þúsundir barna muni lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum, sem muni leiða til mikilla raskana á vinnumarkaði. „Við erum að kalla eftir því að þessum spurningum verði svarað með sannfærandi hætti. Ef við eigum og þurfum að búa við stífari takmarkanir og strangari reglur en gengur og gerist annars staðar þarf að útskýra það,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásdís segir óskiljanlegt að ekki sé horft til annarra ríkja þar sem samfélög eru komin lengra með að læra að lifa með veirunni. „Við þurfum að horfa til annarra ríkja, við þurfum að læra að lifa með veirunni. Sem dæmi nefnum við hraðprófin, af hverju erum við ekki að nota þessi hraðpróf víðar, eins og við erum að sjá erlendis. Sem betur fer erum við að sjá að það virðist vera samhljómur, hvort sem það er hjá stjórnarandstöðunni eða fulltrúum stjórnarflokkanna, finnst mér nú flestir vera sammála okkur, að við þurfum að eiga þetta samtal,“ segir Ásdís. Leita þurfi leiða hvernig við Íslendingar getum lifað sem eðlilegustu lífi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta. Hún hafi þó viljað fylgja ráðum sóttvarnalæknis þar sem hann sé helsti sérfræðingur þjóðarinnar í sóttvörnum og faraldursfræðum. „En ég er alveg sammála þó þeirri línu sem kemur fram í máli Ásdísar og SA að við verðum að leita allra mögulegra leiða til að samfélagið geti starfað með sem eðlilegustum hætti. Þar hef ég annars vegar talað um þessi próf á landamærum og svo þessi hraðpróf. Af því að samfélagið til dæmis víða um Evrópu gengur á sem eðlilegastan hátt einmitt út af notkun á hraðprófum,“ segir Helga Vala. Vandinn liggi í því að vilji sé fyrir hendi að halda samfélaginu opnu, að fólk þurfi sem minnst að fara í sóttkví og smitgát en svo aftur á móti séu foreldrar barna í skólum starfsmenn innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins þar sem starfað er með viðkvæmum einstaklingum. „Það er þetta fólk sem við erum öll sammála um að við verðum að vernda af því að heilbrigðiskerfið okkar er svo viðkvæmt út af pólitískum ákvörðunum að það ræður ekki við þetta,“ segir Helga. „Hraðpróf má mjög auðveldlega nota og þau eru notuð út um allan heim.“ Ásdís áréttar það að Samtök atvinnulífsins meini ekki að sóttvarnalæknir hafi rangt fyrir sér í sínum tillögum. Þau kalli hins vegar eftir því að þær tillögur séu rökstuddar. „Af því að verið erum að sjá það og finnum það, þau sem hafa ferðast erlendis í sumar, hvernig staðan er allt önnur þar. Þar er mun meira frelsi, það eru minni takmarkanir. Við erum að upplifa allt annað líf erlendis og það er auðvitað eðlileg krafa að sóttvarnayfirvöld komi og útskýri, með betri rökum en verið hefur, af hverju við erum að sjá þessar takmarkanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00 Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Sjá meira
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16
Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00
Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36