Veður

Veðurgæðunum ekki skipt jafnt

Eiður Þór Árnason skrifar
Skýjað eða dálítil rigning verður á suðvesturhorninu í dag. 
Skýjað eða dálítil rigning verður á suðvesturhorninu í dag.  Vísir/vilhelm

Í dag er spáð suðlægri eða breytilegri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning með köflum öðru hverju sunnan- og vestantil, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast norðaustanlands.

Það bætir aðeins í vind og úrkomu á morgun, en áfram er spáð þurrki á Norðaustur- og Austurlandi. Heldur hlýnandi veður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðaustan 8-13 m/s við V-ströndina, annars hægari vindur. Súld eða dálítil rigning V-til, og við N-ströndina fyrri part dags, en bjart með köflum A-lands. Hiti 13 til 24 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á miðvikudag: Suðaustan 8-15 og lítilsháttar væta á S- og V-landi, en hægari vindur og víða léttskýjað N- og A-lands. Áfram hlýtt í veðri.

Á fimmtudag: Suðlæg átt 3-10 og dálítil rigning með köflum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-til.

Á föstudag: Suðaustlæg eða breytileg átt og dálítil væta af og til, en bjartviðri N- og A-lands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Útlit fyrir austlæga átt með björtu veðri víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×