Hljóp maraþon í fyrsta skipti fyrir foreldra sem missa fóstur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 20:33 Vilhjálmur og kærasta hans Elín Edda í morgun. Vilhjálmur hljóp heilt maraþon í fyrsta skipti. facebook/Vilhjálmur Þór Svansson Vilhjálmur Þór Svansson hljóp maraþon í fyrsta skipti í dag til styrktar samtökunum Gleym mér ei. Hann hefur þegar safnað um 610 þúsund krónum fyrir félagið en vonast til að safna enn meiru þó hlaupinu sé lokið. Vilhjálmur ætlaði sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið er árlega og átti að fara fram í morgun en því var frestað vegna samkomutakmarkana. Margir hlupu sitt eigið hlaup í dag þrátt fyrir þetta og ákvað hlaupahópurinn HHHC að ganga skrefinu lengra og setja upp sömu hlaupaleið og Reykjavíkurmaraþon hefur gert, leigðu búnað til tímatöku og voru með drykkjarstöðvar á leiðinni. Þar gekk Vilhjálmi vel; hafði einsett sér að hlaupa fyrsta maraþonið á undir þremur klukkustundum sem hafðist en hann hljóp á 2:58:38 í morgun. „Ég ákvað að hlaupa fyrir þetta félag, Gleym mér ei, sem hafði hjálpað mér og minni kærustu eftir að við misstum fóstur í vor. Þetta er alveg ótrúlegt félag sem hefur hjálpað mörgum og mig langaði að safna pening fyrir það svo það gæti haldið starfi sínu áfram eftir erfitt síðasta ár vegna heimsfaraldursins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Elín Edda kynntust samtökunum eftir að hafa misst fóstur í vor.aðsend Gefa foreldrum fallega minningarkassa „Þegar við misstum fóstur fengum við svona minningarkassa frá Gleym mér ei, sem við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þar var fótspor fóstursins, minningarbók og bangsi og alls konar sem hefur hjálpað okkur mjög í ferlinu,“ segir hann. Slíkir minningarkassar eru ekki ókeypis, kosta reyndar 25 þúsund krónur hver fyrir styrktarfélagið en foreldrar fá þá frítt. „Mig langaði að safna fyrir þau svo þau geti haldið þessu áfram og gefið fleiri foreldrum, sem munu því miður lenda í þessari stöðu, svona kassa.“ Hér má sjá minningarkassa frá Gleym mér ei.Gleym mér ei Gleym mér ei gaf Landspítalanum einnig kælivöggu nýlega en slíkar vöggur gefa foreldrum auka tíma með börnunum. Vilhjálmur hafði sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum fyrir félagið. Það hafðist og gott betur, því hann var búinn að safna um 610 þúsundum þegar hann athugaði síðast í dag. Söfnunin er þó enn opin næstu vikur og vonar Vilhjálmur að fleiri vilji styrkja félagið. „Ég mun bara halda ótrauður áfram að safna fyrir Gleym mér ei á meðan söfnunin er opin fram í september.“ Hér er hægt að styrkja Gleym mér ei í gegn um Vilhjálm Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Fleiri fréttir Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Sjá meira
Vilhjálmur ætlaði sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið er árlega og átti að fara fram í morgun en því var frestað vegna samkomutakmarkana. Margir hlupu sitt eigið hlaup í dag þrátt fyrir þetta og ákvað hlaupahópurinn HHHC að ganga skrefinu lengra og setja upp sömu hlaupaleið og Reykjavíkurmaraþon hefur gert, leigðu búnað til tímatöku og voru með drykkjarstöðvar á leiðinni. Þar gekk Vilhjálmi vel; hafði einsett sér að hlaupa fyrsta maraþonið á undir þremur klukkustundum sem hafðist en hann hljóp á 2:58:38 í morgun. „Ég ákvað að hlaupa fyrir þetta félag, Gleym mér ei, sem hafði hjálpað mér og minni kærustu eftir að við misstum fóstur í vor. Þetta er alveg ótrúlegt félag sem hefur hjálpað mörgum og mig langaði að safna pening fyrir það svo það gæti haldið starfi sínu áfram eftir erfitt síðasta ár vegna heimsfaraldursins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Elín Edda kynntust samtökunum eftir að hafa misst fóstur í vor.aðsend Gefa foreldrum fallega minningarkassa „Þegar við misstum fóstur fengum við svona minningarkassa frá Gleym mér ei, sem við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þar var fótspor fóstursins, minningarbók og bangsi og alls konar sem hefur hjálpað okkur mjög í ferlinu,“ segir hann. Slíkir minningarkassar eru ekki ókeypis, kosta reyndar 25 þúsund krónur hver fyrir styrktarfélagið en foreldrar fá þá frítt. „Mig langaði að safna fyrir þau svo þau geti haldið þessu áfram og gefið fleiri foreldrum, sem munu því miður lenda í þessari stöðu, svona kassa.“ Hér má sjá minningarkassa frá Gleym mér ei.Gleym mér ei Gleym mér ei gaf Landspítalanum einnig kælivöggu nýlega en slíkar vöggur gefa foreldrum auka tíma með börnunum. Vilhjálmur hafði sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum fyrir félagið. Það hafðist og gott betur, því hann var búinn að safna um 610 þúsundum þegar hann athugaði síðast í dag. Söfnunin er þó enn opin næstu vikur og vonar Vilhjálmur að fleiri vilji styrkja félagið. „Ég mun bara halda ótrauður áfram að safna fyrir Gleym mér ei á meðan söfnunin er opin fram í september.“ Hér er hægt að styrkja Gleym mér ei í gegn um Vilhjálm
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Fleiri fréttir Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Sjá meira