Cecilía hjá Everton til 2024 og segir liðið á leið að verða eitt það besta í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 15:50 Cecilía Rán Rúnarsdóttir í landsleik gegn Ítalíu í apríl. Hún á að baki þrjá A-landsleiki. Getty/ Gabriele Maltinti Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengur í raðir Everton í janúar og hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnufélagið sem gildir fram í júní 2024. Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við. Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við.
Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira