Ever Given siglir aftur um Súes-skurðinn en með dráttarbáta með sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2021 14:33 Ever Given kom til hafnar í Rotterdam 29. júlí eftir að hafa verið kyrrsett í Egyptalandi frá því í mars. epa/Remko De Waal Gámaflutningaskipið Ever Given er nú á leið sinni í Rauðahaf, sem leið liggur um Súes-skurðinn. Vel er fylgst með skipinu, þar sem það komst í heimsfréttirnar fyrir að festast í skurðinum fyrr á þessu ári. Ever Given er 400 metra langt og 220 þúsund tonn og hóf ferð sína um skurðinn í morgun. Samkvæmt Marine Traffic er það komið vel á veg en það er í fylgd tveggja dráttarbáta, svona til vonar og vara. Skipið er í eigu japansks fyrirtækis en siglir undir panömskum fána. Það öðlaðist heimsfræg þegar það festist í Súes-skurðinum í mars og hindraði för hundruð skipa, sem meðal annars voru með búfénað innanborðs. Ever Given var kyrrsett af yfirvöldum á Egyptalandi vegna deilna um ábyrgð á tjóninu sem strandið olli; eigandi skipsins sagði stjórnendum skurðarins um að kenna þar sem þeir höfðu heimilað för skipsins þrátt fyrir óhagstætt veður, á meðan síðarnefndu heimtuðu milljarða í bætur upp í töpuð umferðargjöld. Deiluaðilar komust að samkomulagi í júlí og er skipið nú frjálst ferða sinna. Eigendur þess hafa sagst munu sigla áfram um Súes-skurðinn og ku þetta vera 23 ferð skipsins um skurðinn frá því að það var fyrst sjósett árið 2018. Ever Given á leið sinni um skurðinn. Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Ever Given losnar úr haldi egypskra yfirvalda Egypsk yfirvöld hafa samið við skipafélagið Evergreen, eiganda Ever Given, og tryggjendur félagsins um skaðabætur vegna strands skipsins í Súesskurðinum í maí síðastliðnum. 5. júlí 2021 18:48 Hefja framkvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum. 17. maí 2021 07:46 Ever Given áfram kyrrsett eftir að áfrýjun eiganda var hafnað Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í gær að gámaflutningaskipið Ever Given, sem þveraði Súesskurðinn og stöðvaði þar með alla skipaumferð í nokkra daga í mars, skuli áfram kyrrsett. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun japanskra eigenda skipsins. 5. maí 2021 07:45 Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku. 14. apríl 2021 07:19 Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga. 3. apríl 2021 16:47 Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn. 29. mars 2021 15:11 Hafa náð skipinu af strandstaðnum Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni. 29. mars 2021 06:21 Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið. 28. mars 2021 10:03 Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 „Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“ „Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð. 26. mars 2021 13:00 Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23 Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Ever Given er 400 metra langt og 220 þúsund tonn og hóf ferð sína um skurðinn í morgun. Samkvæmt Marine Traffic er það komið vel á veg en það er í fylgd tveggja dráttarbáta, svona til vonar og vara. Skipið er í eigu japansks fyrirtækis en siglir undir panömskum fána. Það öðlaðist heimsfræg þegar það festist í Súes-skurðinum í mars og hindraði för hundruð skipa, sem meðal annars voru með búfénað innanborðs. Ever Given var kyrrsett af yfirvöldum á Egyptalandi vegna deilna um ábyrgð á tjóninu sem strandið olli; eigandi skipsins sagði stjórnendum skurðarins um að kenna þar sem þeir höfðu heimilað för skipsins þrátt fyrir óhagstætt veður, á meðan síðarnefndu heimtuðu milljarða í bætur upp í töpuð umferðargjöld. Deiluaðilar komust að samkomulagi í júlí og er skipið nú frjálst ferða sinna. Eigendur þess hafa sagst munu sigla áfram um Súes-skurðinn og ku þetta vera 23 ferð skipsins um skurðinn frá því að það var fyrst sjósett árið 2018. Ever Given á leið sinni um skurðinn.
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Ever Given losnar úr haldi egypskra yfirvalda Egypsk yfirvöld hafa samið við skipafélagið Evergreen, eiganda Ever Given, og tryggjendur félagsins um skaðabætur vegna strands skipsins í Súesskurðinum í maí síðastliðnum. 5. júlí 2021 18:48 Hefja framkvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum. 17. maí 2021 07:46 Ever Given áfram kyrrsett eftir að áfrýjun eiganda var hafnað Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í gær að gámaflutningaskipið Ever Given, sem þveraði Súesskurðinn og stöðvaði þar með alla skipaumferð í nokkra daga í mars, skuli áfram kyrrsett. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun japanskra eigenda skipsins. 5. maí 2021 07:45 Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku. 14. apríl 2021 07:19 Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga. 3. apríl 2021 16:47 Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn. 29. mars 2021 15:11 Hafa náð skipinu af strandstaðnum Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni. 29. mars 2021 06:21 Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið. 28. mars 2021 10:03 Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 „Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“ „Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð. 26. mars 2021 13:00 Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23 Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Ever Given losnar úr haldi egypskra yfirvalda Egypsk yfirvöld hafa samið við skipafélagið Evergreen, eiganda Ever Given, og tryggjendur félagsins um skaðabætur vegna strands skipsins í Súesskurðinum í maí síðastliðnum. 5. júlí 2021 18:48
Hefja framkvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum. 17. maí 2021 07:46
Ever Given áfram kyrrsett eftir að áfrýjun eiganda var hafnað Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í gær að gámaflutningaskipið Ever Given, sem þveraði Súesskurðinn og stöðvaði þar með alla skipaumferð í nokkra daga í mars, skuli áfram kyrrsett. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun japanskra eigenda skipsins. 5. maí 2021 07:45
Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku. 14. apríl 2021 07:19
Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga. 3. apríl 2021 16:47
Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn. 29. mars 2021 15:11
Hafa náð skipinu af strandstaðnum Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni. 29. mars 2021 06:21
Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið. 28. mars 2021 10:03
Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00
„Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“ „Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð. 26. mars 2021 13:00
Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23
Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30