Lífið samstarf

Vinsælt á Stöð 2+: Verður gervigreind okkar helsti óvinur?

Stöð 2+
John Slattery fer með hlutverk Paul í þáttunum NEXT á Stöð 2+.
John Slattery fer með hlutverk Paul í þáttunum NEXT á Stöð 2+.

Þróunarverkefni tölvunarfræðinga í Silicon Valley fer illilega úr böndunum í þáttunum NEXT á Stöð 2 +.

Þættirnir NEXT njóta mikilla vinsælda en þar segir frá frumkvöðlinum Paul LeBlanc sem hefur búið til öfluga gervigreind. Þegar Paul áttar sig á þeirri hættu sem gæti skapast ef hann missti stjórn á gervigreindinni ákveður hann að láta staðar numið áður en hlutirnir fara úr böndunum.

Paul kemst að því að gerfigreindinni var ekki eytt.

Seinna kemst Paul að því að bróðir hans, Ted, hefur haldið þróun gerfigreindarinnar áfram. Vitandi af hættunni sem gæti falist í verkefninu fer Paul í samstarf með lögreglu sem sérhæfir sig í netglæpum.

Með hlutverk Paul fer John Slattery en hann minnir örlítið á Kára Stefánsson í þessu hlutverki, það er að segja ef Kári væri tölvunarfræðingur. Margir muna eflaust eftir John Slattery úr þáttunum Mad Men þar sem hann fer með eitt aðalhlutverkið en allar seríurnar eru væntanlegar á Stöð 2+. Einnig lék hann kærasta Carrie Bradshaw í þáttunum Sex and the City sem hægt er að finna á Stöð 2+ frá upphafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×