Búin undir að fá þúsundir á Laugardalsvöll ef Svandís gefur grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Ísland náði í sín fyrstu stig í undankeppni HM með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í mars, eftir töp gegn Armeníu og Þýskalandi. Getty Eins og staðan er núna gætu 2.300 áhorfendur mætt á hvern af leikjum Íslands við Þýskaland, Rúmeníu og Norður-Makedóníu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Vonir standa hins vegar til þess að fleiri fái að mæta á Laugardalsvöll. Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira