„Mér fannst þetta allt eins og einhver vísindaskáldsaga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 16:30 Svandís Svavarsdóttir er gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. STVF Þegar Þórólfur minntist fyrst á faraldurinn sem allir þekkja núna sem Covid-19, fannst Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þetta óraunverulegt í fyrstu. Flest af því sem hann spáði átti þó eftir að rætast. Svandís minnist þess að hafa hitt Þórólf sóttvarnarlækni í starfshópi vegna flugelda á Íslandi í janúar 2020, þá var hann fulltrúi Svandísar í starfshópnum. Eftir fund ræddu þau sjúkdóminn COVID-19 í fyrsta sinn og Svandísi fannst Þórólfur heldur svartsýnn. „Hann sagði það er ekki spurning um hvort þetta kemur hingað, heldur hvenær,“ rifjar Svandís upp í viðtalinu. „Þetta eru hans vísindi og hans fræði.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segist ráðherra þakklát fyrir að hafa skrifað niður það sem þau ræddu á þessum fundi í kjallara Umhverfisráðuneytisins. Hún segir ótrúlegt að hugsa til baka þar sem á þeim tíma fannst henni mjög óraunverulegt að veiran kæmi til Íslands. „Ég var að reyna að sjá þetta fyrir mér, þetta var svo óraunverulegt eitthvað, að þetta væri eitthvað sem myndi ógna samfélaginu.“ Þarna setur hann saman sitt fyrsta minnisblað en eins og allir vita hafa þau verið ansi mörg síðan. „Það er í janúar og við fáum fyrsta smitið í lok febrúar. Í janúar segir hann, það þarf að styrkja varnirnar á Landspítala.“ Vön almannavarnarástandi Í dag segir hún þó að nær allt sem Þórólfur talaði um hafi ræst. Áður en veiran kom hingað var búið að athuga byrgðarstöðu varðandi sloppa, grímur og þess háttar. Búið var að undirbúa einhverja gáma til þess að geta aðgreint smitaða sem leituðu á spítala og fleira. „Mér fannst þetta allt eins og einhver vísindaskáldsaga,“ viðurkennir Svandís. Þessi fyrsti fundur þeirra varð til þess að búið var að semja viðbragðsferla vegna veirunnar áður en veiran kom til landsins. Margt var til vegna þess að Ísland þarf oft að kljást við erfitt ástand, líkt og eldgos, stormar eða jarðskjálftar, og heilbrigðiskerfið því vel í stakk búið til að takast á við þessa nýju áskorun segir Svandís. „Við erum svo vön einhvers konar almannavarnarástandi.“ Svandís eyddi barnæskunni í vesturbæ Reykjavíkur. Hún vildi ekki fara í Menntaskólann í Reykjavík þar sem henni þótti það „borgaralegt“ og var frekar uppreisnargjarn unglingur að eigin sögn. Í staðinn fór hún í Menntaskólann við Hamrahlíð til að finna sína týpu. Heyra má frásögn hennar af því í hljóðbrotinu hér fyrir neðan. Þar talar hún um týpurnar í MH og MR, tónlistina og ævintýri með vínylplötuþvott. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk - Svandís Svavarsdóttir Fundu bæði nýjan maka í kórnum Svandís og hennar fyrrverandi maður fóru saman í kór á meðan þau voru gift. „Eins og gerist og gengur í lífinu þá skilja leiðir okkar, en reyndar er gaman að segja frá því að við fundum bæði nýjan maka í sama kór,“ segir Svandís og hlær. „Ég er alt og hann er tenór. Við skildum og hann fann sópran og ég fann bassa. Er þetta ekki fallegt?“ Síðan þá hafa þau öll fjögur tekið þátt í kórnum þegar þau geta. „Við umgöngumst mikið og erum miklir vinir. Við eigum náttúrulega saman þessa tvo krakka sem eru núna fólk á fertugsaldri.“ Svandís er mikill áhugamaður um tónlist. Í dag hugsar hún að ef hún væri ekki í stjórnmálageiranum hefði hún valið að mennta sig og starfa við tónlist. Hún á og spilar á píanó og gítar, sérstaklega undir fjöldasöng þegar stemming. Í viðtalinu segir Svandís að hún hafi alls ekki ætlað sér að verða stjórnmálamaður. Þáttinn í heild sinni má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlaði ekki í stjórnmálin Faðir Svandísar, Svavar Gestsson, var ávallt viðloðandi stjórnmál og hóf að taka þátt í pólitík sem unglingur. Svandís man því eiginlega ekki eftir þeim tíma að hún hafi ekki hugsað um pólitík á einhvern hátt. Hún ólst upp við að faðir sinn væri ávallt í pólitík og sem barn stjórnmálamanns fann hún á eigin skinni að allir hefðu skoðun á föður hennar og hans stjórnmálum – þótt hún hefði ekki alltaf verið sammála honum. Ungri fannst henni augljóst að hún yrði ekki stjórnmálamaður sjálf vegna þess að hún myndi aldrei komast undan samanburði við föður sinn og hans hugsjón, og því best að fara ekki út í stjórnmál. Í staðinn ákvað hún að vinna með heyrnarlausum varðandi réttindabaráttu og styrkingu íslensks táknmáls, í gegnum málvísindi. Í kjölfarið vann hún í 14 ár á Samskiptastöð heyrnarlausra. Það segir Svandís hafa verið hennar leið til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Árið 2003 gekk Svandís í flokk Vinstri Grænna á svipuðum tíma og faðir hennar sagði skilið við stjórnmál á Íslandi. Í ár hefur Svandís verið 15 ár í framboði fyrir VG og segist vilja halda því áfram sé það vilji flokksins. Snæbjörn talar við fólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
Svandís minnist þess að hafa hitt Þórólf sóttvarnarlækni í starfshópi vegna flugelda á Íslandi í janúar 2020, þá var hann fulltrúi Svandísar í starfshópnum. Eftir fund ræddu þau sjúkdóminn COVID-19 í fyrsta sinn og Svandísi fannst Þórólfur heldur svartsýnn. „Hann sagði það er ekki spurning um hvort þetta kemur hingað, heldur hvenær,“ rifjar Svandís upp í viðtalinu. „Þetta eru hans vísindi og hans fræði.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segist ráðherra þakklát fyrir að hafa skrifað niður það sem þau ræddu á þessum fundi í kjallara Umhverfisráðuneytisins. Hún segir ótrúlegt að hugsa til baka þar sem á þeim tíma fannst henni mjög óraunverulegt að veiran kæmi til Íslands. „Ég var að reyna að sjá þetta fyrir mér, þetta var svo óraunverulegt eitthvað, að þetta væri eitthvað sem myndi ógna samfélaginu.“ Þarna setur hann saman sitt fyrsta minnisblað en eins og allir vita hafa þau verið ansi mörg síðan. „Það er í janúar og við fáum fyrsta smitið í lok febrúar. Í janúar segir hann, það þarf að styrkja varnirnar á Landspítala.“ Vön almannavarnarástandi Í dag segir hún þó að nær allt sem Þórólfur talaði um hafi ræst. Áður en veiran kom hingað var búið að athuga byrgðarstöðu varðandi sloppa, grímur og þess háttar. Búið var að undirbúa einhverja gáma til þess að geta aðgreint smitaða sem leituðu á spítala og fleira. „Mér fannst þetta allt eins og einhver vísindaskáldsaga,“ viðurkennir Svandís. Þessi fyrsti fundur þeirra varð til þess að búið var að semja viðbragðsferla vegna veirunnar áður en veiran kom til landsins. Margt var til vegna þess að Ísland þarf oft að kljást við erfitt ástand, líkt og eldgos, stormar eða jarðskjálftar, og heilbrigðiskerfið því vel í stakk búið til að takast á við þessa nýju áskorun segir Svandís. „Við erum svo vön einhvers konar almannavarnarástandi.“ Svandís eyddi barnæskunni í vesturbæ Reykjavíkur. Hún vildi ekki fara í Menntaskólann í Reykjavík þar sem henni þótti það „borgaralegt“ og var frekar uppreisnargjarn unglingur að eigin sögn. Í staðinn fór hún í Menntaskólann við Hamrahlíð til að finna sína týpu. Heyra má frásögn hennar af því í hljóðbrotinu hér fyrir neðan. Þar talar hún um týpurnar í MH og MR, tónlistina og ævintýri með vínylplötuþvott. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk - Svandís Svavarsdóttir Fundu bæði nýjan maka í kórnum Svandís og hennar fyrrverandi maður fóru saman í kór á meðan þau voru gift. „Eins og gerist og gengur í lífinu þá skilja leiðir okkar, en reyndar er gaman að segja frá því að við fundum bæði nýjan maka í sama kór,“ segir Svandís og hlær. „Ég er alt og hann er tenór. Við skildum og hann fann sópran og ég fann bassa. Er þetta ekki fallegt?“ Síðan þá hafa þau öll fjögur tekið þátt í kórnum þegar þau geta. „Við umgöngumst mikið og erum miklir vinir. Við eigum náttúrulega saman þessa tvo krakka sem eru núna fólk á fertugsaldri.“ Svandís er mikill áhugamaður um tónlist. Í dag hugsar hún að ef hún væri ekki í stjórnmálageiranum hefði hún valið að mennta sig og starfa við tónlist. Hún á og spilar á píanó og gítar, sérstaklega undir fjöldasöng þegar stemming. Í viðtalinu segir Svandís að hún hafi alls ekki ætlað sér að verða stjórnmálamaður. Þáttinn í heild sinni má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlaði ekki í stjórnmálin Faðir Svandísar, Svavar Gestsson, var ávallt viðloðandi stjórnmál og hóf að taka þátt í pólitík sem unglingur. Svandís man því eiginlega ekki eftir þeim tíma að hún hafi ekki hugsað um pólitík á einhvern hátt. Hún ólst upp við að faðir sinn væri ávallt í pólitík og sem barn stjórnmálamanns fann hún á eigin skinni að allir hefðu skoðun á föður hennar og hans stjórnmálum – þótt hún hefði ekki alltaf verið sammála honum. Ungri fannst henni augljóst að hún yrði ekki stjórnmálamaður sjálf vegna þess að hún myndi aldrei komast undan samanburði við föður sinn og hans hugsjón, og því best að fara ekki út í stjórnmál. Í staðinn ákvað hún að vinna með heyrnarlausum varðandi réttindabaráttu og styrkingu íslensks táknmáls, í gegnum málvísindi. Í kjölfarið vann hún í 14 ár á Samskiptastöð heyrnarlausra. Það segir Svandís hafa verið hennar leið til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Árið 2003 gekk Svandís í flokk Vinstri Grænna á svipuðum tíma og faðir hennar sagði skilið við stjórnmál á Íslandi. Í ár hefur Svandís verið 15 ár í framboði fyrir VG og segist vilja halda því áfram sé það vilji flokksins.
Snæbjörn talar við fólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira