Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2021 13:03 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið á Reykjanesskaga hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. Stöð 2 Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. Eftir jarðskjálftahrinu sem stóð yfir í um ár hófst eldgos á Reykjanesi hinn 19. mars í fyrsta skipti í um átta hundruð ár. Segja má að gosið sé á ákjósanlegum stað hvað öryggi fólks og mannvirkja varðar en það er um margt ólíkt fyrri eldgosum á Íslandi á seinni tímum enda kemur kvikan beint frá möttli jarðar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. „Þetta er eldgos sem er búið að standa með nánast óbreyttum styrk allan tímann frá upphafi og er vel í sveit sett með tilliti til innviða þjóðfélagsins. Það er mjög takmarkað tjón sem þetta eldgos getur valdið,“ segir Páll. Liggur vel við rannsóknum Gosið liggi líka vel við öllum rannsóknum. Það breytist hægt og sé auðveldara til rannsókna en mörg fyrri eldgos. Það skæri sig úr hvað gosið væri stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjarað út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti,“ segir Páll Einarsson. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Eftir jarðskjálftahrinu sem stóð yfir í um ár hófst eldgos á Reykjanesi hinn 19. mars í fyrsta skipti í um átta hundruð ár. Segja má að gosið sé á ákjósanlegum stað hvað öryggi fólks og mannvirkja varðar en það er um margt ólíkt fyrri eldgosum á Íslandi á seinni tímum enda kemur kvikan beint frá möttli jarðar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. „Þetta er eldgos sem er búið að standa með nánast óbreyttum styrk allan tímann frá upphafi og er vel í sveit sett með tilliti til innviða þjóðfélagsins. Það er mjög takmarkað tjón sem þetta eldgos getur valdið,“ segir Páll. Liggur vel við rannsóknum Gosið liggi líka vel við öllum rannsóknum. Það breytist hægt og sé auðveldara til rannsókna en mörg fyrri eldgos. Það skæri sig úr hvað gosið væri stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjarað út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti,“ segir Páll Einarsson.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23
Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45