Vændi ein birtingarmynd af kynferðisofbeldi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:30 Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar grein 13. ágúst með yfirskriftina „Réttindi fólks í kynlífsvinnu“ þar sem hún hvetur til upplýsts samtals um málefnið. Þeirri áskorun er mér ljúft að taka. Ég mun þó ekki tala um kynlífsvinnu heldur nota orðið vændi, orðið sem mjög mörg þeirra sem stunda eða hafa stundað vændi kjósa sjálf að sé notað. Oktavía gerir nýja skýrslu Frontline Defenders að umfjöllunarefni en sú skýrsla fjallar um hvernig einstaklingar sem vinna að því að gera líf vændisfólks í þriðja heiminum bærilegra, t.d. með því að veita heilbrigðisþjónustu og réttindafræðslu, eru beinlínis í lífshættu í heimalöndum sínum. Vandséð er hvernig þessi skýrsla talar við íslenskan raunveruleika þar sem aktivistar gegn vændi hafa náð umtalsverðum árangri í einmitt þessum málaflokkum. Oktavía heldur því fram að við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í vændi á Íslandi. Ég er henni ósammála þó betur megi að sjálfsögðu gera. Við höfum gert vændiskaup ólögleg á meðan vændissala er lögleg sem veitir fólki í vændi örlitla yfirhönd í samskiptum við kaupendur en aðalávinningurinn af þessari lagasetningu er þó sá að draga úr eftirspurn. Því vandamálið í vændi er ekki ríkið, ekki þau sem stunda vændið heldur kaupandinn sem telur sig geta í krafti peninga nýtt sér neyð annarrar manneskju. Vandamálið við vændi er eftirspurnin og til að tryggja mannréttindi fólks í vændi er besta ráðið að stemma stigu við henni og veita þeim sem grípa til þeirra örþrifaráða að selja aðgang að líkama sínum aðra valkosti og stuðning. Þeim sem tala fyrir aukinni lögleiðingu á vændi og gegn sænsku leiðinni verður tíðrætt um frelsi einstaklinga og yfirráð yfir eigin líkama, einnig til að selja hann öðrum. Öll styðjum við yfirráð yfir eigin líkama. En engin manneskja er eyland. Um það verður ekki deilt að það eru til einhver dæmi um að manneskjur, konur sem karlar, kjósi sjálfar að selja líkama sinn öðrum til kynferðislegra afnota. Það er hins vegar jafnljóst að yfirgnæfandi meirihluti vændisfólks stundar vændi af einhvers konar nauðung, ýmist vegna félagslegra aðstæðna eða vegna þess að það sætir mansali eða annars konar beinni þvingun. Að auki hefur normalísering á og aukinn sýnileiki á vændi sem hverri annarri neysluvöru bein og skaðleg samfélagsleg áhrif, þar sem slíkt viðheldur og ýtir undir staðalímyndir um kynin og hlutgervingu (þá einkum kvenna) og hægir á samfélagslegum breytingum sem stuðla að auknu jafnrétti kynjanna. Vændi er því bæði samfélagsmein og veldur meirihluta þeirra sem það stunda miklum og varanlegum skaða og hagsmunir þeirra fáu sem kjósa að stunda vændi geta einfaldlega ekki talist vega þar upp á móti. Stefna VG í vændismálum er skýr. Sænska leiðin hefur veitt vændisfólki aukna vernd og henni ber að halda áfram. Mikilvægt er að styðja við fólk til að losna úr vændi, auka og efla fræðslu um vændi og áhrif þess á þau sem það stunda og samfélagið allt, með áherslu á mótspyrnu gegn menningaráherslum sem fegra vændi og draga úr alvarleika þess. Einnig er mikilvægt að rannsaka hvað leiðir fólk út í vændi og hvernig er best að koma til móts við þau sem feta þessa braut. Í íslenskum lögum sem tóku gildi í tíð þessarar ríkisstjórnar kveður á um að kynferðismök án samþykkis séu nauðgun. Samþykki getur í eðli sínu ekki byggt á öðru en á fúsum og frjálsum vilja og það er því ekki hægt að greiða með fé eða nokkru öðru fyrir samþykki. Samkvæmt þessari skilgreiningu er vændi ein birtingarmynd af kynferðisofbeldi. Því þarf að útrýma, bæði á Íslandi og annarsstaðar. Höfundur er feministi og skipar 4. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Vinstri græn Vændi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar grein 13. ágúst með yfirskriftina „Réttindi fólks í kynlífsvinnu“ þar sem hún hvetur til upplýsts samtals um málefnið. Þeirri áskorun er mér ljúft að taka. Ég mun þó ekki tala um kynlífsvinnu heldur nota orðið vændi, orðið sem mjög mörg þeirra sem stunda eða hafa stundað vændi kjósa sjálf að sé notað. Oktavía gerir nýja skýrslu Frontline Defenders að umfjöllunarefni en sú skýrsla fjallar um hvernig einstaklingar sem vinna að því að gera líf vændisfólks í þriðja heiminum bærilegra, t.d. með því að veita heilbrigðisþjónustu og réttindafræðslu, eru beinlínis í lífshættu í heimalöndum sínum. Vandséð er hvernig þessi skýrsla talar við íslenskan raunveruleika þar sem aktivistar gegn vændi hafa náð umtalsverðum árangri í einmitt þessum málaflokkum. Oktavía heldur því fram að við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í vændi á Íslandi. Ég er henni ósammála þó betur megi að sjálfsögðu gera. Við höfum gert vændiskaup ólögleg á meðan vændissala er lögleg sem veitir fólki í vændi örlitla yfirhönd í samskiptum við kaupendur en aðalávinningurinn af þessari lagasetningu er þó sá að draga úr eftirspurn. Því vandamálið í vændi er ekki ríkið, ekki þau sem stunda vændið heldur kaupandinn sem telur sig geta í krafti peninga nýtt sér neyð annarrar manneskju. Vandamálið við vændi er eftirspurnin og til að tryggja mannréttindi fólks í vændi er besta ráðið að stemma stigu við henni og veita þeim sem grípa til þeirra örþrifaráða að selja aðgang að líkama sínum aðra valkosti og stuðning. Þeim sem tala fyrir aukinni lögleiðingu á vændi og gegn sænsku leiðinni verður tíðrætt um frelsi einstaklinga og yfirráð yfir eigin líkama, einnig til að selja hann öðrum. Öll styðjum við yfirráð yfir eigin líkama. En engin manneskja er eyland. Um það verður ekki deilt að það eru til einhver dæmi um að manneskjur, konur sem karlar, kjósi sjálfar að selja líkama sinn öðrum til kynferðislegra afnota. Það er hins vegar jafnljóst að yfirgnæfandi meirihluti vændisfólks stundar vændi af einhvers konar nauðung, ýmist vegna félagslegra aðstæðna eða vegna þess að það sætir mansali eða annars konar beinni þvingun. Að auki hefur normalísering á og aukinn sýnileiki á vændi sem hverri annarri neysluvöru bein og skaðleg samfélagsleg áhrif, þar sem slíkt viðheldur og ýtir undir staðalímyndir um kynin og hlutgervingu (þá einkum kvenna) og hægir á samfélagslegum breytingum sem stuðla að auknu jafnrétti kynjanna. Vændi er því bæði samfélagsmein og veldur meirihluta þeirra sem það stunda miklum og varanlegum skaða og hagsmunir þeirra fáu sem kjósa að stunda vændi geta einfaldlega ekki talist vega þar upp á móti. Stefna VG í vændismálum er skýr. Sænska leiðin hefur veitt vændisfólki aukna vernd og henni ber að halda áfram. Mikilvægt er að styðja við fólk til að losna úr vændi, auka og efla fræðslu um vændi og áhrif þess á þau sem það stunda og samfélagið allt, með áherslu á mótspyrnu gegn menningaráherslum sem fegra vændi og draga úr alvarleika þess. Einnig er mikilvægt að rannsaka hvað leiðir fólk út í vændi og hvernig er best að koma til móts við þau sem feta þessa braut. Í íslenskum lögum sem tóku gildi í tíð þessarar ríkisstjórnar kveður á um að kynferðismök án samþykkis séu nauðgun. Samþykki getur í eðli sínu ekki byggt á öðru en á fúsum og frjálsum vilja og það er því ekki hægt að greiða með fé eða nokkru öðru fyrir samþykki. Samkvæmt þessari skilgreiningu er vændi ein birtingarmynd af kynferðisofbeldi. Því þarf að útrýma, bæði á Íslandi og annarsstaðar. Höfundur er feministi og skipar 4. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar