Skýtur á ÍSÍ og segir boltann rúlla hægt Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2021 09:31 Helmingur íslenska keppendahópsins á Ólympíuleikunum í Tókýó hélt saman á fána þjóðarinnar á setningarathöfn leikanna. Getty/Clive Brunskill „Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið.“ Þetta segir Kjartan Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem er orðinn langeygður eftir íslenskri afreksíþróttamiðstöð. Kjartan kallaði eftir afreksíþróttamiðstöð í aðsendri grein á Vísi. Uppskera Íslendinga á Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið rýr og við því þurfi að bregðast. Í nágrannalöndum Íslands eru sérstakar miðstöðvar ætlaðar fyrir fremsta íþróttafólkið þar sem það hefur til að mynda greiðan aðgang að þjálfurum og öðrum sérfræðingum, úrvalsæfingaaðstöðu og nýjustu þekkingu. Í greininni segir Kjartan að ÍBR hafi í fjórtán ár hvatt til stofnunar afreksíþróttamiðstöðvar, líkt og þekkist í Danmörku og Noregi, og í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands unnið að því á sínum tíma eftir að tillaga þess efnis var samþykkt á þingi ÍSÍ fyrir áratug síðan. Í ársskýrslu ÍSÍ frá árinu 2017 segir reyndar að búið sé að stofna Afrekíþróttamiðstöð ÍSÍ og stefnt sé að því að hún „hefji störf sem fyrst“. Hún muni halda utan um mælingar og þjónustu við afreksíþróttafólk. Segir helstu sérfræðinga hafa komið að undirbúningi Kjartan bendir hins vegar á að lítið virðist enn vera að frétta af slíkri miðstöð: „Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefur langa reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta,“ skrifar Kjartan. Grein hans má lesa í heild sinni með því að smella hér að neðan. Aðeins Andorra með færri keppendur Ísland átti aðeins fjóra keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó og enginn þeirra komst áfram í gegnum undankeppni í sinni grein. Á það má benda að árangur Íslands var sá versti ef borið er saman við hinar átta þjóðirnar sem keppa á hinum evrópsku Smáþjóðaleikum. Aðeins Andorra átti færri fulltrúa, eða tvo, en önnur þeirra, Monica Doria, náði þó 11. sæti af 22 keppendum í kanósvigi. San Marínó og Liechtenstein, þar sem mun færri búa en á Íslandi, áttu fleiri keppendur en Ísland og fyrrnefnda þjóðin hlaut raunar silfur- og bronsverðlaun í skotfimi. Ábyrgðin sé í minna mæli hjá sérsamböndum og íþróttafélögum Það er því kannski ekki að undra að Kjartan kalli eftir aðgerðum: „Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Kjartan kallaði eftir afreksíþróttamiðstöð í aðsendri grein á Vísi. Uppskera Íslendinga á Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið rýr og við því þurfi að bregðast. Í nágrannalöndum Íslands eru sérstakar miðstöðvar ætlaðar fyrir fremsta íþróttafólkið þar sem það hefur til að mynda greiðan aðgang að þjálfurum og öðrum sérfræðingum, úrvalsæfingaaðstöðu og nýjustu þekkingu. Í greininni segir Kjartan að ÍBR hafi í fjórtán ár hvatt til stofnunar afreksíþróttamiðstöðvar, líkt og þekkist í Danmörku og Noregi, og í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands unnið að því á sínum tíma eftir að tillaga þess efnis var samþykkt á þingi ÍSÍ fyrir áratug síðan. Í ársskýrslu ÍSÍ frá árinu 2017 segir reyndar að búið sé að stofna Afrekíþróttamiðstöð ÍSÍ og stefnt sé að því að hún „hefji störf sem fyrst“. Hún muni halda utan um mælingar og þjónustu við afreksíþróttafólk. Segir helstu sérfræðinga hafa komið að undirbúningi Kjartan bendir hins vegar á að lítið virðist enn vera að frétta af slíkri miðstöð: „Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefur langa reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta,“ skrifar Kjartan. Grein hans má lesa í heild sinni með því að smella hér að neðan. Aðeins Andorra með færri keppendur Ísland átti aðeins fjóra keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó og enginn þeirra komst áfram í gegnum undankeppni í sinni grein. Á það má benda að árangur Íslands var sá versti ef borið er saman við hinar átta þjóðirnar sem keppa á hinum evrópsku Smáþjóðaleikum. Aðeins Andorra átti færri fulltrúa, eða tvo, en önnur þeirra, Monica Doria, náði þó 11. sæti af 22 keppendum í kanósvigi. San Marínó og Liechtenstein, þar sem mun færri búa en á Íslandi, áttu fleiri keppendur en Ísland og fyrrnefnda þjóðin hlaut raunar silfur- og bronsverðlaun í skotfimi. Ábyrgðin sé í minna mæli hjá sérsamböndum og íþróttafélögum Það er því kannski ekki að undra að Kjartan kalli eftir aðgerðum: „Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti