Fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. vísir

Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum umsóttkví. Heilsugæslan vonar að mætin þeirra sem fengu Jansen bóluefnið verði betri í örvunarskammta í dag í í gær og fyrradag.

Hundrað tuttugu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær þar af 43,2 prósent utan sóttkvíar en 56,8 prósent voru í sóttkví við greiningu. Lyfjastofnun skoðar hvort nokkur tilfelli lömunar eða skertrar hreyfigetu eftir bólusetningu megi rekja til hennar.

Flóttamannanefnd stefnir að því að skila tillögum um móttöku flóttamanna frá Afganistan til félagsmálaráðherra um eða eftir helgi. Verið sé að vinna málin mun hraðar en venjulega í aðdraganda þess að stjórnvöld ákveði að taka við flóttamönnum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×