„Ég var orðin of meðvituð um líkama minn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:08 Söngkonan Britney Spears segist hafa verið orðin of meðvituð um líkama sinn. Skjáskot/instagram Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun. Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira