Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 09:45 Arnold Schwarzenegger, þáverandi ríkisstjóri Kaliforníu, kynnir sér tækjabúnað Kviknunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) árið 2008. Vísir/EPA Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna. Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna.
Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39