Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 09:45 Arnold Schwarzenegger, þáverandi ríkisstjóri Kaliforníu, kynnir sér tækjabúnað Kviknunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) árið 2008. Vísir/EPA Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna. Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna.
Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39