Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 08:51 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, umber ekki frjáls fjölmiðla eða andóf. Hann hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur verið vil völd í meira en aldarfjórðung. AP/Andrei Stasevich/BelITA Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. Starfsmönnum vefmiðilsins BelaPAN hefur hvorki tekist að ná sambandi við Levshynu né Zakhar Sjerbakov, einn fréttamanna sinna. Húsleit var einnig gerð á heimili hans og annars fréttamanns miðilsins, hefur Reuters-fréttastofan eftir blaðamannasamtökunum. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta gengur nú hart fram gegn sjálfstæðum fjölmiðlum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum í kjölfar fjöldamótmæla sem áttu sér stað eftir forsetakosningar í fyrra. Vestræn ríki telja að Lúkasjenka hafi haft rangt við þegar hann var endurkjörinn. Blaðamannasamtökin segja að auk þeirra þrjátíu félaga sem sitja í fangelsi standi nú yfir um fimmtíu sakamálarannsóknir á fjölmiðlafólki í landinu. Húsleit var gerð hjá fjölda blaðamanna, aðgerðasinna og félagasamtaka sem stjórnvöld saka um hafa skipulagt mótmæli í síðasta mánuði. Stepan Latypov er einn þeirra sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir að skipuleggja mótmæli. Hann hlaut átta og hálfs árs dóm eftir að réttarhöld yfir honum hófust á ný á mánudag. Hlé var gert á þeim eftir að Latypov reyndi að skera sig á háls í réttarsal í júní. Hann hafði áður kvartað undan því að hann sætti pyntingum í fangelsi og fjölskylda hans og nágrannar mættu þola ógnanir yfirvalda. Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Starfsmönnum vefmiðilsins BelaPAN hefur hvorki tekist að ná sambandi við Levshynu né Zakhar Sjerbakov, einn fréttamanna sinna. Húsleit var einnig gerð á heimili hans og annars fréttamanns miðilsins, hefur Reuters-fréttastofan eftir blaðamannasamtökunum. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta gengur nú hart fram gegn sjálfstæðum fjölmiðlum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum í kjölfar fjöldamótmæla sem áttu sér stað eftir forsetakosningar í fyrra. Vestræn ríki telja að Lúkasjenka hafi haft rangt við þegar hann var endurkjörinn. Blaðamannasamtökin segja að auk þeirra þrjátíu félaga sem sitja í fangelsi standi nú yfir um fimmtíu sakamálarannsóknir á fjölmiðlafólki í landinu. Húsleit var gerð hjá fjölda blaðamanna, aðgerðasinna og félagasamtaka sem stjórnvöld saka um hafa skipulagt mótmæli í síðasta mánuði. Stepan Latypov er einn þeirra sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir að skipuleggja mótmæli. Hann hlaut átta og hálfs árs dóm eftir að réttarhöld yfir honum hófust á ný á mánudag. Hlé var gert á þeim eftir að Latypov reyndi að skera sig á háls í réttarsal í júní. Hann hafði áður kvartað undan því að hann sætti pyntingum í fangelsi og fjölskylda hans og nágrannar mættu þola ógnanir yfirvalda.
Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58