Skipt á milli NBA liða í annað skiptið á aðeins 48 klukkutímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 17:46 Nei karlinn minn. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Patrick Beverley fór frá Los Angeles Clippers til Memphis Grizzlies til Minnesota Timberwolves á tveimur sólarhringum. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Patrick Beverley var aðeins leikmaður Memphis Grizzlies í tvö sólarhringa því honum hefur nú verið skipt áfram til Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta. Beverley hefur verið leikmaður Los Angeles Clippers undanfarin ár en Clippers skipti honum til Memphis um helgina. The Grizzlies are sending Patrick Beverley to the Timberwolves in exchange for Jarrett Culver and Juancho Hernangomez, per @wojespn pic.twitter.com/7SRyP0xddQ— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2021 Beverley náði hvorki að æfa né spila með Memphis liðinu því félagið skipti honum strax aftur í nótt til Timberwolves fyrir bakvörðinn Jarrett Culver og framherjann Juancho Hernangomez. Beverley er 33 ára en hinir eru mun yngir, Culver er bara 22 ára og Hernangomez er 25 ára. Beverley er þekktur fyrir að spila harðan og góðan varnarleik og var í leiðtogahlutverki hjá Los Angeles Clippers. Beverley hafði spilað með Clippers undanfarin fjögur ár og var vinsæll hjá bæði liðsfélögum og stuðningsmönnum liðsins. Since Patrick Beverley said 'The next five years are mine': -Blew a 3-1 lead -Lost starting spot -Traded twice in 48 hours pic.twitter.com/ra0jmFfFP4— NBA Memes (@NBAMemes) August 17, 2021 Beverley er litríkur og kappsamur leikmaður sem reynir eftir fremsta megni að komast undir skinnið hjá mótherjum sínum. Það vakti mikla athygli þegar Beverley fagnaði NBA titlinum eftir að Clippers samdi við þá Kawhi Leonard og Paul George sumarið 2019. Sá titill kom hins vegar aldrei í hús. Á níu tímabilum með Houston Rockets og Clippers þá er Beverley með 8,8 stig, 4,3 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Beverley hefur verið leikmaður Los Angeles Clippers undanfarin ár en Clippers skipti honum til Memphis um helgina. The Grizzlies are sending Patrick Beverley to the Timberwolves in exchange for Jarrett Culver and Juancho Hernangomez, per @wojespn pic.twitter.com/7SRyP0xddQ— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2021 Beverley náði hvorki að æfa né spila með Memphis liðinu því félagið skipti honum strax aftur í nótt til Timberwolves fyrir bakvörðinn Jarrett Culver og framherjann Juancho Hernangomez. Beverley er 33 ára en hinir eru mun yngir, Culver er bara 22 ára og Hernangomez er 25 ára. Beverley er þekktur fyrir að spila harðan og góðan varnarleik og var í leiðtogahlutverki hjá Los Angeles Clippers. Beverley hafði spilað með Clippers undanfarin fjögur ár og var vinsæll hjá bæði liðsfélögum og stuðningsmönnum liðsins. Since Patrick Beverley said 'The next five years are mine': -Blew a 3-1 lead -Lost starting spot -Traded twice in 48 hours pic.twitter.com/ra0jmFfFP4— NBA Memes (@NBAMemes) August 17, 2021 Beverley er litríkur og kappsamur leikmaður sem reynir eftir fremsta megni að komast undir skinnið hjá mótherjum sínum. Það vakti mikla athygli þegar Beverley fagnaði NBA titlinum eftir að Clippers samdi við þá Kawhi Leonard og Paul George sumarið 2019. Sá titill kom hins vegar aldrei í hús. Á níu tímabilum með Houston Rockets og Clippers þá er Beverley með 8,8 stig, 4,3 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira