Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 13:53 Afganar sem unnu fyrir vestrænar þjóðir bíða í röð við flugvöllinn í Kabúl eftir að komast úr landi. Þeir óttast hefnd talibana sem hafa nú tekið höfuðborgina og margar fleiri borgir. Vísir/EPA Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú. Afganistan Þýskaland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú.
Afganistan Þýskaland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira