Innlent

Heitavatnslaust í Vesturbæ

Heimir Már Pétursson skrifar

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa eflaust margir orðið þess varir í morgunsárið að það er heitavatnslaust í bæjarhlutanum.

Vegna tengingar nýja Landspítalans var skrúfað fyrir heita vatnið klukkan þrjú í nótt og reikna Veitur með að vatninu verði hleypt á að nýju klukkan fjögur síðdegis. 

Veitur benda fólki á að huga að gólfhitadælum en það væri misjafnt hversu lengi slíkar dælur mættu ganga þurrar. 

Þá væri gott að hafa skrúfað fyrir heitavatnskrana við vaska til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. 

Í kuldatíð væri ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefði til að koma í veg fyrir að hús kólni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×