Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 12:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu, sóttkví og einangrun þau tól sem til eru til að halda aðgerðum niðri. Væntanlegar breytingar á reglum um sóttkví snúist aðallega um að laga þær sérstaklega að fólki eftir því hvort það er bólusett eða ekki. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví. Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira