Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 12:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu, sóttkví og einangrun þau tól sem til eru til að halda aðgerðum niðri. Væntanlegar breytingar á reglum um sóttkví snúist aðallega um að laga þær sérstaklega að fólki eftir því hvort það er bólusett eða ekki. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví. Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent