Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 10:32 Harry Kane hefur verið að hugsa um Manchester City í allt sumar. EPA-EFE/John Sibley Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22
Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00
Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30