Gerd Muller er látinn Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2021 12:21 Gerd Muller í leik með FC Bayern gegn Rot Weiss Essen tímabilið 1976-77. Vísir/Getty Einn mesti markaskorari allra tíma, hinn þýski Gerd Muller, er látinn 75 ára að aldri en frá þessu var greint á Twitter síðu FC Bayern nú fyrir skömmu. Muller er eins og áður segir þekktur sem einn mesti markaskorari allra tíma en hann lék langstærstan hluta ferils síns með FC Bayern þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum í þýsku Bundesligunni. Á ferlinum lék hann einnig með 1861 Nördlingen og Fort Lauderdale strikers í Bandaríkjunum. FC Bayern are mourning the passing of Gerd Müller. The FC Bayern world is standing still today. The club and all its fans are mourning the death of Gerd Müller, who passed away on Sunday morning at the age of 75.— FC Bayern English (@FCBayernEN) August 15, 2021 Hann lék 62 landsleiki með Vestur Þýskalandi og skoraði í þeim 68 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1974 þar sem Vestur Þjóðverjar mættu Hollendingum. Muller er þriðji markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni Heimsmeistaramótsins en hann skoraði alls 14 mörk í tveimur keppnum 1970 og 1974. Aðeins hinn brasilíski Ronaldo og Miroslav Klose hafa skorað fleiri. Auk þess að verða heimsmeistari með Vestur Þýskalandi árið 1974 vann hann þýsku deildina fjórum sinnum með FC Bayern og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. Eftir að ferlinum lauk lenti Muller í óreglu um tíma en gamlir liðsfélagar hans í Bayern hjálpuðu honum aftur á rétta braut. Hann starfaði fyrir Bayern sem þjálfari varaliðsins og var algjör goðsögn innan félagsins. Síðustu ár hefur Muller glímt við Alzheimers sjúkdóminn en hann greindist með hann árið 2015. Fréttin hefur verið uppfærð. Muller var heiðraður af Bayern þegar leikinn var æfingaleikur milli FC Bayern og hollenska landsliðsins árið 2011. Vísir/Getty Þýski boltinn Fótbolti Andlát Þýskaland Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Muller er eins og áður segir þekktur sem einn mesti markaskorari allra tíma en hann lék langstærstan hluta ferils síns með FC Bayern þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum í þýsku Bundesligunni. Á ferlinum lék hann einnig með 1861 Nördlingen og Fort Lauderdale strikers í Bandaríkjunum. FC Bayern are mourning the passing of Gerd Müller. The FC Bayern world is standing still today. The club and all its fans are mourning the death of Gerd Müller, who passed away on Sunday morning at the age of 75.— FC Bayern English (@FCBayernEN) August 15, 2021 Hann lék 62 landsleiki með Vestur Þýskalandi og skoraði í þeim 68 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1974 þar sem Vestur Þjóðverjar mættu Hollendingum. Muller er þriðji markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni Heimsmeistaramótsins en hann skoraði alls 14 mörk í tveimur keppnum 1970 og 1974. Aðeins hinn brasilíski Ronaldo og Miroslav Klose hafa skorað fleiri. Auk þess að verða heimsmeistari með Vestur Þýskalandi árið 1974 vann hann þýsku deildina fjórum sinnum með FC Bayern og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. Eftir að ferlinum lauk lenti Muller í óreglu um tíma en gamlir liðsfélagar hans í Bayern hjálpuðu honum aftur á rétta braut. Hann starfaði fyrir Bayern sem þjálfari varaliðsins og var algjör goðsögn innan félagsins. Síðustu ár hefur Muller glímt við Alzheimers sjúkdóminn en hann greindist með hann árið 2015. Fréttin hefur verið uppfærð. Muller var heiðraður af Bayern þegar leikinn var æfingaleikur milli FC Bayern og hollenska landsliðsins árið 2011. Vísir/Getty
Þýski boltinn Fótbolti Andlát Þýskaland Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira