Erlent

Mannfall talið verulegt eftir meiri háttar skjálfta á Haítí

Snorri Másson skrifar
Mynd úr safni eftir flóð á Haítí.
Mynd úr safni eftir flóð á Haítí. Vísir/Getty

Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið yfir Haítí í morgun, með þeim afleiðingum að verulegur fjöldi fólks lést, að því er bandarísk yfirvöld telja.

Skjálftinn varð á þrettán kílómetra dýpi tólf kílómetrum suðvestur af eyjunni. Upphaflega var óttast að flóðbylgja gæti fylgt í kjölfarið en sú hætta er að mati bandarísku jarðvísindastofunarinnar liðin hjá, samkvæmt frétt CNN.

Óttast er að jarðskjálftinn og líklegir eftirskjálftar geti haft áhrif á líf hundruða þúsunda, en enn er með öllu óljóst hvert umfang hamfaranna er.

Aðeins eru ellefu ár liðin frá jarðskjálftunum í Haítí árið 2010, sem mældist 7,0 á Richter. Þar er talið að minnst 220.000 manns hafi látist. Efnahagsástand landsins hefur ekki batnað síðan og ofan á allt ríkir á þessari stundu eldfimt pólitískt ástand í landinu, eftir að forsetinn var skotinn til bana á heimili sínu fyrr í sumar.


Tengdar fréttir

Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum

Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana.

Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst

Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×