Ísland skiptir máli í áformum Breta um að skjóta flaug út í geim Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 14:01 Ísland frá sjónarhóli Envisat, gervihnattar Evrópsku geimstofnunarinnar. Evrópska geimstofnunin Íslendingar hafa undirritað samkomulag við bresk yfirvöld um samstarf á vettvangi geimrannsókna. Það gerir Bretum meðal annars kleift að fljúga eldflaugum innan lofthelgi Íslendinga og gerir lendingar slíkra véla á Íslandi löglegar. Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Geimurinn Bretland Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Geimurinn Bretland Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira