Þingið verði að bregðast hratt við berist viðvörunarorð frá lögreglu vegna sjálfvirkra skotvopna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Stöð 2/Einar Þingmaður segir aukinn innflutning á sjálfvirkum skotvopnum vekja óhug. Þingmenn verði að hlusta á lögregluna og bregðast hratt við ef viðvörunarorð berist frá henni vegna fjölda sjálfvirkra vopna á Íslandi. Í vikunni greindum við frá því að 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Fjöldinn vekur óhug Þingmaður segir þessa miklu fjölgun vekja óhug. „Þetta er ekki bara lítil fjölgun heldur gríðarlega mikil fjölgun og þá vitum við það að það eru sjálfvirkar vélbyssur í umferð allavegana, þó svo að þær eigi að vera kyrfilega geymdar og í eigu safnara að mesu leyti til,“ sagði Rósa Björk Bynjólfsdóttir, þingmaður. Fjölgun innfluttra skotvopna virðist vera vegna áhuga safnara og rýmri skilgreiningu á safnvopni. Í vor fjallaði Kompás ítarlega um skipulagða glæpastarfsemi en allt bendir til þess að hún hafi færst í vöxt á Íslandi. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir aukna hörku einkenna undirheima Íslands. „Þá náttúrulega setur maður þetta kannski í samhengi við það að það sé hægt að stela byssum og koma þeim í markað og umferð í ólöglegum tilgangi og oft skelfilegum tilgangi.“ Hlusta þurfi á lögregluna berist viðvörunarorð Sjö byssum var stolið á síðasta ári en þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Við þurfum líka að hlusta á lögregluna. Hvernig þau meta stöðuna. Hvort þau séu að kalla eftir skýrari reglugerð eða skýrari og styrkari löggjöf í kringum þetta. Um leið og það koma einhvers konar viðvörunarorð frá lögreglunni þá held ég að við þurfum að bregðast mjög hratt og mjög skjótt við. Ef lögreglan telur að þetta sé of rúm reglugerð þá verðum við að bregðast mjög skjótt við.“ Skotvopn Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í vikunni greindum við frá því að 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Fjöldinn vekur óhug Þingmaður segir þessa miklu fjölgun vekja óhug. „Þetta er ekki bara lítil fjölgun heldur gríðarlega mikil fjölgun og þá vitum við það að það eru sjálfvirkar vélbyssur í umferð allavegana, þó svo að þær eigi að vera kyrfilega geymdar og í eigu safnara að mesu leyti til,“ sagði Rósa Björk Bynjólfsdóttir, þingmaður. Fjölgun innfluttra skotvopna virðist vera vegna áhuga safnara og rýmri skilgreiningu á safnvopni. Í vor fjallaði Kompás ítarlega um skipulagða glæpastarfsemi en allt bendir til þess að hún hafi færst í vöxt á Íslandi. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir aukna hörku einkenna undirheima Íslands. „Þá náttúrulega setur maður þetta kannski í samhengi við það að það sé hægt að stela byssum og koma þeim í markað og umferð í ólöglegum tilgangi og oft skelfilegum tilgangi.“ Hlusta þurfi á lögregluna berist viðvörunarorð Sjö byssum var stolið á síðasta ári en þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Við þurfum líka að hlusta á lögregluna. Hvernig þau meta stöðuna. Hvort þau séu að kalla eftir skýrari reglugerð eða skýrari og styrkari löggjöf í kringum þetta. Um leið og það koma einhvers konar viðvörunarorð frá lögreglunni þá held ég að við þurfum að bregðast mjög hratt og mjög skjótt við. Ef lögreglan telur að þetta sé of rúm reglugerð þá verðum við að bregðast mjög skjótt við.“
Skotvopn Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46
Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47
Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36