Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Í fréttum okkar í kvöld fáum við einstaka innsýn í Covid-göngudeild Landspítalans. Við fylgjumst með því hvernig starfsfólkið þarf að búa sig undir langar vaktir í hlífðargöllum sem er ekki fyrir venjulega manneskju að klæðast í fleiri klukkutíma á dag. Starfsfólkið segir gjörgæsluna sprungna og hafa sjúklingar verið fluttir til Akureyrar til að létta á álaginu.

Við ræðum við utanríkisráðherra vegna stöðunnar í Afganistan. Boðað var til neyðarfundar meðal aðildarríkja Nato í dag vegna ástandsins en Talíbanar eru í stórsókn í landinu og hafa tekið yfir stórar borgir.

Þá kynnum við okkur ný bílastæðagjöld í miðborg Reykjavíkur en íbúar þurfa að greiða 30 þúsund krónur í stað 8.000 eftir hækkunina.

Við fjöllum einnig um málefni Britney Spears og ræðum við Pál Bergþórsson sem fagnar 98 ára afmæli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×