Lífið

Ótrúlegar breytingar á gömlum fellihýsum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vala Matt heimsótti fagurkerann Helgu Sæunni Árnadóttur í fellihýsið í þættinum Ísland í dag.
Vala Matt heimsótti fagurkerann Helgu Sæunni Árnadóttur í fellihýsið í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag

Það er alveg ævintýralegt hvað hægt er að gera úr gömlum þreyttum fellihýsum og jafnvel gera þau að töff húsum á hjólum.

Helga Sæunn Árnadóttir breytti sínu gamla fellihýsi og hefur ásamt tólf ára dóttur sinni Lísbet málað innréttingarnar í dökk gráum lit. Hún otaði svo bleikan lit í púðum og fleiru með. Einnig notar hún ýmislegt sem hún átti til að gera húsið töff. Vala Matt heimsótti Helgu Sæunni í fellihýsið í þættinum Ísland í dag sem sjá má hér neðar í fréttinni. 

Helga Sæunn notaði gardínur sem hún átti til á heimilinu og klæddi svo sófasessurnar með gömlum myrkrunartjöldum sem hún átti inni í skáp. Nýjar sængur, vínildúkur á gólfið og málning á innréttingar gjörbreytti fellihýsinu. Fallegir smáhlutir og gerviblóm gera stemninguna svo enn skemmtilegri. 

Hýsi Helgu Sæunnar eftir breytingar.

Vala Matt skoðaði líka annað fellihýsi í þættinum. Maja Benediktsdóttir tók sitt fellihýsi alveg í gegn og málaði í fallegum ljósgráum lit. Hún og maður hennar Eiríkur Þór Hafdal hafa notað fellihýsið mikið ásamt öllum þeirra börnum. Í þættinum segja þau einnig frá rómantísku bónorði og brúðkaupi sínu í fyrra.

Fyrir breytingar
Eftir breytingar
Fyrir breytingar
Eftir breytingar

Fyrir og eftir myndir af fellihýsunum hjá Helgu Sæunni og Maju eru eiginlega lyginni líkastar. Ísland í dag innslag Völu Matt má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustu

„Fitukirtlarnir mínir virka ekki og það er ótrúlega mikil ofmyndun á húðfrumum í líkamanum þannig að þær safnast upp og detta ekki af eins og hjá öðrum,“ segir Arnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð.

Sindri heimsótti Gulla í sumarbústaðinn

Gulli Helga vinnur nú að því að stækka sumarbústaðinn sinn og segir að þetta sé afslöppun, svona eins og margir aðrir velja að spila golf í frítímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×