Erlent

Miðgarður flyst frá Nýja-Sjálandi til Bretlands

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tökustaðir Hringadróttinssögu og Hobbitans á Nýja-Sjálandi eru nú vinsælir ferðamannastaðir.
Tökustaðir Hringadróttinssögu og Hobbitans á Nýja-Sjálandi eru nú vinsælir ferðamannastaðir.

Stjórnendur Amazon-kvikmyndastúdíósins hafa tilkynnt að tökur á annarri seríunni af nýjum sjónvarpsþáttum um ævintýraheim J.R. Tolkien muni fara fram á Bretlandseyjum.

Hinar gríðarvinsælu myndir Peter Jackson, sem byggja á Hringadróttinssögu og Hobbitanum, voru teknar á Nýja-Sjálandi og sömuleiðis fyrsta sería sjónvarpsþáttanna. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi segjast harma þessa þróun mála, enda landið orðið þekkt sem heimkynni Miðgarðs.

Ástæða flutningsins er sú að miðstöð afþreyingarefnisframleiðslu Amazon er að finna á Bretlandseyjum. Þar hefur fyrirtækið fjárfest í stórum kvikmyndaverum út um allt land.

Til stendur að framleiða fimm seríur af þáttum sem gerast í töfraheimi Tolkien en atburðir þáttanna eiga sér stað mörg þúsund árum áður en Hringadróttinssaga gerist og er lýst í The Silmarillion, Unfinished Tales og viðaukum við Hringadróttinssögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×