Sigurður Guðmundsson gefur listaverk að verðmæti 125 milljóna króna Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2021 14:50 Sigurður Guðmundsson er einn virtasti myndlistarmaður landsins. Ars longa Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni staðsettu á Djúpavogi, hefur borist listaverkagjöf tuttugu og sjö listaverka eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Öll verkin má finna á sýningu Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, sem opnuð var í Bræðslunni á Djúpavogi 10. júlí og stendur til 15. ágúst næstkomandi. Sýningin er sú síðasta sem haldin er í Bræðslunni eftir átta ára samfellt sýningarhald. Samkvæmt tilkynningu frá Ars longa spanna verkin sem tilheyra listaverkagjöf Sigurðar meira en fimmtíu ára tímabil af ferli hans. Samanlagt verðmat verkanna eru rúmar 125 milljónir króna eða rúmlega ein milljón Bandaríkjadala. Ars longa samtímalistasafn hefur því eignast stærstu safneign af verkum Sigurðar á landsvísu og mörg þeirra talin lykilverk í ferli listamannsins. Aðeins Stedelijk Museum í Amsterdam á stærri safneign af verkum Sigurðar en það á fimmtíu og sjö verk eftir hann. Sigurður Guðmundsson, sem er ásamt Þór Vigfússyni, stofnandi hins nýja safns, segist vona að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn jafnt erlendra sem íslenskra listamanna. Listaverkagjöfin verður flutt að lokinni sýningu í ný húsakynni Ars longa sem mun verða við voginn á Djúpavogi. Ars longa – samtímalistasafn ses. er sjálfeignarstofnun sem heldur um starfsemi og rekstur sjálfstæðs listasafns á Djúpavogi. Stofnendur eru myndlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon sem stýra faglegu starfi í samvinnu við sitjandi stjórn. Markmið með stofnun safns fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi er að safna og varðveita listaverkaeign eftir íslenska og alþjóðlega listamenn, vera leiðandi vettvangur alþjóðlegrar samtímalistar á Íslandi og efla tengsl og samvinnu við listamenn og aðra fagaðila á alþjóðavísu með metnaðarfullu sýningarhaldi. Sjálfstætt safn fyrir alþjóðlega samtímalist á Djúpavogi á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Listin er tengivagn við hinn stóra heim með öflugri og metnaðarfullri starfsemi sem ætlað er að endurspegla strauma og stefnur samtímalistarinnar. Múlaþing Myndlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Ars longa spanna verkin sem tilheyra listaverkagjöf Sigurðar meira en fimmtíu ára tímabil af ferli hans. Samanlagt verðmat verkanna eru rúmar 125 milljónir króna eða rúmlega ein milljón Bandaríkjadala. Ars longa samtímalistasafn hefur því eignast stærstu safneign af verkum Sigurðar á landsvísu og mörg þeirra talin lykilverk í ferli listamannsins. Aðeins Stedelijk Museum í Amsterdam á stærri safneign af verkum Sigurðar en það á fimmtíu og sjö verk eftir hann. Sigurður Guðmundsson, sem er ásamt Þór Vigfússyni, stofnandi hins nýja safns, segist vona að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn jafnt erlendra sem íslenskra listamanna. Listaverkagjöfin verður flutt að lokinni sýningu í ný húsakynni Ars longa sem mun verða við voginn á Djúpavogi. Ars longa – samtímalistasafn ses. er sjálfeignarstofnun sem heldur um starfsemi og rekstur sjálfstæðs listasafns á Djúpavogi. Stofnendur eru myndlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon sem stýra faglegu starfi í samvinnu við sitjandi stjórn. Markmið með stofnun safns fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi er að safna og varðveita listaverkaeign eftir íslenska og alþjóðlega listamenn, vera leiðandi vettvangur alþjóðlegrar samtímalistar á Íslandi og efla tengsl og samvinnu við listamenn og aðra fagaðila á alþjóðavísu með metnaðarfullu sýningarhaldi. Sjálfstætt safn fyrir alþjóðlega samtímalist á Djúpavogi á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Listin er tengivagn við hinn stóra heim með öflugri og metnaðarfullri starfsemi sem ætlað er að endurspegla strauma og stefnur samtímalistarinnar.
Múlaþing Myndlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira