Fólk miklar oft fyrir sér að byrja að fjárfesta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 18:00 Aníta og Rósa frá Fortuna Invest töluðu um fjármál á mannamáli í Brennslunni í dag. Brennslan „Við erum í fyrsta skipti sem land í lágvaxtaumhverfi og getum ekki lengur sett peninginn okkar inn á innlánsreikning og treyst því að hann muni skila okkur vöxtum,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir frá Fortuna Invest. Aníta Rut heimsótti Brennsluna í dag ásamt Rósu Kristinsdóttur og verða þær reglulegir gestir næstu misseri. Umræðuefni dagsins var um það að byrja að fjárfesta. „Það veit það enginn, segja þær þegar Kristín Ruth spyr hvernig hægt sé að vita hvort hlutabréf muni aukast í virði. Þær hvetja þó til þess að fólk byrji að fjárfesta í dag.“ Sjóðsstjóri ákveður fyrir þig Þær segja að fjárfesting í sjóði gæti verið gott byrjunarskref fyrir marga. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sjálfur. Þú tekur ákvörðun um hvaða sjóð þú velur en síðan er sjóðsstjóri sem tekur ákvörðun fyrir þig. Þessi aðili situr og fylgist með markaðinum allan daginn allan sólarhringinn. Það er sá aðili sem tekur ákvörðun fyrir þig.“ Fólk getur fylgst með ávöxtun sjóðsins mánaðarlega og ef það er ósátt getur það fært peningana annað. Það er margt sem hafa þarf í huga, eins og að fara ekki of geyst af stað. „Það er tíu þúsund króna lágmarg í stökum kaupum en annars getur maður til dæmis sett fimm þúsund króna sjálfvirka millifærstu.“ Með þeim hætti er hægt að ákveða upphæð og þá þarf ekki að taka ákvörðun um það í hverjum einasta mánuði. „Þá ertu svolítið í áskrift að sjóði.“ Súper einfalt í netbankanum Fyrsta skrefið er að opna vörslureikning. „Þarna fer uppgjör verðbréfa fram og það er ekkert mál að stofna hann í netbanka og það tekur bara nokkrar mínútur. Fólk miklar það kannski fyrir sér en það er súper einfalt.“ Þær líkja þessu við að vera með áskrift af Netflix eða öðru. Viðtalið við Anítu og Rósu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Á Instagram síðunni Fortuna Invest er talað um fjármál á mannamáli og þar má finna gagnlega fræðslu. Á bak við síðuna eru þær Rósa og Aníta ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur, en allar starfa þær í fjármálageiranum. Markmið þeirra er fyrst og fremst fræðsla til þess að auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði og stuðla að þátttöku kvenna á þessu sviði. Hægt er að fylgjast með þeim hér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_) Fjármál heimilisins Brennslan Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Aníta Rut heimsótti Brennsluna í dag ásamt Rósu Kristinsdóttur og verða þær reglulegir gestir næstu misseri. Umræðuefni dagsins var um það að byrja að fjárfesta. „Það veit það enginn, segja þær þegar Kristín Ruth spyr hvernig hægt sé að vita hvort hlutabréf muni aukast í virði. Þær hvetja þó til þess að fólk byrji að fjárfesta í dag.“ Sjóðsstjóri ákveður fyrir þig Þær segja að fjárfesting í sjóði gæti verið gott byrjunarskref fyrir marga. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sjálfur. Þú tekur ákvörðun um hvaða sjóð þú velur en síðan er sjóðsstjóri sem tekur ákvörðun fyrir þig. Þessi aðili situr og fylgist með markaðinum allan daginn allan sólarhringinn. Það er sá aðili sem tekur ákvörðun fyrir þig.“ Fólk getur fylgst með ávöxtun sjóðsins mánaðarlega og ef það er ósátt getur það fært peningana annað. Það er margt sem hafa þarf í huga, eins og að fara ekki of geyst af stað. „Það er tíu þúsund króna lágmarg í stökum kaupum en annars getur maður til dæmis sett fimm þúsund króna sjálfvirka millifærstu.“ Með þeim hætti er hægt að ákveða upphæð og þá þarf ekki að taka ákvörðun um það í hverjum einasta mánuði. „Þá ertu svolítið í áskrift að sjóði.“ Súper einfalt í netbankanum Fyrsta skrefið er að opna vörslureikning. „Þarna fer uppgjör verðbréfa fram og það er ekkert mál að stofna hann í netbanka og það tekur bara nokkrar mínútur. Fólk miklar það kannski fyrir sér en það er súper einfalt.“ Þær líkja þessu við að vera með áskrift af Netflix eða öðru. Viðtalið við Anítu og Rósu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Á Instagram síðunni Fortuna Invest er talað um fjármál á mannamáli og þar má finna gagnlega fræðslu. Á bak við síðuna eru þær Rósa og Aníta ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur, en allar starfa þær í fjármálageiranum. Markmið þeirra er fyrst og fremst fræðsla til þess að auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði og stuðla að þátttöku kvenna á þessu sviði. Hægt er að fylgjast með þeim hér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_)
Fjármál heimilisins Brennslan Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira