Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 13:00 Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að þau tæplega sextíu skip sem von er á í ár hafi breytt stöðu Ísafjarðarhafnar mikið frá því í fyrra. Vísir Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Aðsókn ferðamanna, bæði Íslendinga og útlendinga, hefur verið gríðarleg á Vestfjörðum í sumar og hafa sum tjaldsvæði verið full í nær allt sumar. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á svæðinu og segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, að sumarið hafi gengið mjög vel. Munurinn sé mikill miðað við síðasta ár, þegar ekkert skemmtiferðaskip kom, en ekkert miðað við það sem hefur verið áður. „Þetta er svo sem ekkert miðað við það sem var bókunarstaðan hjá okkur um síðustu áramót, það var mikið afbókað af því. Það voru 150 skip áætluð hjá okkur til okkar í sumar en við erum þá að fá allavega tæplega sextíu skip af þeim. Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Það er passað vel upp á smitrakningu og covid í þessum skipum,“ segir Guðmundur. Rúmlega helmingur þeirra 57 skipa sem von er á í ár hafa þegar lagt við höfn á Ísafirði. Árið 2019 komu tæplega 130 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði og segist Guðmundur eiga von á góðum komandi árum. „Bókunarstaðan fyrir næstu ár, við erum að bóka þrjú til fjögur ár fram í tímann, er bara mjög góð,“ segir Guðmundur. Verið er að stækka höfnina á Sundabakka til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni og segist Guðmundur bjartsýnn á næstu ár. „Bókunarstaðan fyrir næsta ár er komin á milli 150 og 160 skipakomur og bókunarstaðan fyrir árin 2023 og 2024 er mjög góð miðað við ártíma þannig að við erum að sjá áframhaldandi vöxt.“ Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Aðsókn ferðamanna, bæði Íslendinga og útlendinga, hefur verið gríðarleg á Vestfjörðum í sumar og hafa sum tjaldsvæði verið full í nær allt sumar. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á svæðinu og segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, að sumarið hafi gengið mjög vel. Munurinn sé mikill miðað við síðasta ár, þegar ekkert skemmtiferðaskip kom, en ekkert miðað við það sem hefur verið áður. „Þetta er svo sem ekkert miðað við það sem var bókunarstaðan hjá okkur um síðustu áramót, það var mikið afbókað af því. Það voru 150 skip áætluð hjá okkur til okkar í sumar en við erum þá að fá allavega tæplega sextíu skip af þeim. Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Það er passað vel upp á smitrakningu og covid í þessum skipum,“ segir Guðmundur. Rúmlega helmingur þeirra 57 skipa sem von er á í ár hafa þegar lagt við höfn á Ísafirði. Árið 2019 komu tæplega 130 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði og segist Guðmundur eiga von á góðum komandi árum. „Bókunarstaðan fyrir næstu ár, við erum að bóka þrjú til fjögur ár fram í tímann, er bara mjög góð,“ segir Guðmundur. Verið er að stækka höfnina á Sundabakka til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni og segist Guðmundur bjartsýnn á næstu ár. „Bókunarstaðan fyrir næsta ár er komin á milli 150 og 160 skipakomur og bókunarstaðan fyrir árin 2023 og 2024 er mjög góð miðað við ártíma þannig að við erum að sjá áframhaldandi vöxt.“
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira