Jóhannes Karl: Árni sagði bara „Nei takk“ Sverrir Mar Smárason skrifar 11. ágúst 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með Árna Marinó Einarsson, markvörð Skagamanna, í kvöld. Vísir/Bára Dröfn ÍA eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-0 sigur á FH í kvöld. Jóhannes Karl, þjálfari Skagamanna, var mjög ánægður í leikslok. „Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum. Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum.
Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira