Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2021 07:01 Lionel Messi ásamt Kataranum Nasser Al-Al-Khelaifi, forseta PSG. AP Photo/Francois Mori Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg félög í Evrópu og víðar hafa haldið sig til hlés í félagsskiptaglugganum í sumar eða reynt að fá leikmenn ódýrt, enda mörg hver illa sett fjárhagslega vegna áhrifa faraldursins síðustu misseri. Barcelona er ef til vill þekktasta dæmið, enda risastór klúbbur á heimsvísu sem missti frá sér stjörnuna Lionel Messi og getur ekki einu sinni skráð nýja leikmenn, sem allir fengust frítt, í leikmannahóp sinn í spænsku úrvalsdeildinni vegna bágrar fjárhagsstöðu. Paris Saint-Germain, sem er með einn dýrasta leikmannahóp Evrópu, bætti verulega við launapakka sinn með því að fá Gianluigi Donnarumma, Georginio Wijnaldum og Sergio Ramos frítt til félagsins, auk þess að kaupa Achraf Hakimi á 60 milljónir evra. Það virtist þó enn vera nóg til. Liðið var ekki lengi að ganga frá samningi við Messi eftir brottför hans frá Katalóníu, en hann er talinn fá um 500 þúsund evrur vikulega frá franska félaginu. Samtímis átti Manchester City ekki í tölulegum vandræðum með að punga út 100 milljónum punda, hæstu fjárhæð sem enskt félagslið hefur nokkurn tíma borgað fyrir leikmann, til að klófesta Jack Grealish frá Aston Villa. Þá hefur ekki verið útilokað að City eyði um 150 milljónum punda til viðbótar til að fá Harry Kane til félagsins frá Tottenham Hotspur. Þessi kaup eiga sér stað þrátt fyrir reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP) sem segja til um að félög megi ekki eyða peningum í leikmannakaup og laun umfram tekjur þess. En hvernig má þetta vera? Félög í ríkiseigu Manchester City og Paris Saint-Germain eru bæði í eigu aðila frá Miðausturlöndum og eru styrkt af sitthvoru ríkinu á svæðinu. PSG er í eigu Qatar Sports Investments, sem er fjármagnað af ríkissjóði Katar, og eigandi Manchester City, Sheikh Mansour, er í konungsfjölskyldu og ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bæði ríki státa af digrum olíusjóðum og hafa félögin tvö verið sökuð af blaðamönnum og mannréttindasamtökunum Amnesty International, um að nýta sér félögin til að bæta ímynd ríkjanna. Í því samhengi er talað um að hvítþvo, eða íþróttaþvo (e. sports-wash), mannréttindabrot í ríkjunum. Fræðimönnum í stjórnmálafræði og íþróttasiðfræði er þá tíðrætt um að ríkin noti þessi félög ekki einungis vegna hvítþvottar, heldur sé það hluti af utanríkisstefnu ríkjanna er þau sækjast eftir mjúku valdi (e. soft power). Manchester City hefur þegar verið sakað og dæmt fyrir að fara vísvitandi framhjá reglum UEFA með mörgum krókaleiðum, þar sem peningar frá furstadæmunum voru dulbúnir sem greiðslur frá styrktaraðilum. UEFA dæmdi City í bann frá Meistaradeildinni fyrir brot sín á síðasta ári en Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim dómi við. Fregnir fyrr í sumar herma að enska úrvalsdeildin sé enn með City til rannsóknar vegna þessa. Pólitík og valdabarátta Í samtali við iNews segir Simon Chadwick, prófessor við Emylon Business School í Bretlandi, ríkin tvö vera í keppni hvort við annað og peningar séu þar engin fyrirstaða. „Sem stendur virðist evrópskur fótbolti einkennast af tvíhggju milli Manchester City og PSG sem eru bæði gera allt til að vinna Meistaradeildina,“ segir Chadwick. Hvorugu liðinu hefur tekist að vinna stærsta titil Evrópu en City tapaði í úrslitum í ár á meðan PSG tapaði í fyrra. „Þetta hefur leitt til þess að bæði lið hafa aukið sókn sína að titlinum þar sem peningar eru engin fyrirstaða, þar sem City keypti Grealish (og mögulega Kane), og PSG keypti Messi, sem fer í hóp með nokkrum öðrum nýjum leikmönnum hjá franska félaginu,“ Þá segir Chadwick ríginn milli ríkjanna hafa mikið að segja. „Þar sem Katar leggur væntanlega allt kapp á að vinna Meistaradeildina sama ár og ríkið heldur HM [á næsta ári, 2022], er nokkuð ljóst að þeir frá Abú Dhabí séu ákveðnir í því að skemma partýið og grafa undan forskoti erkifjenda sinna, sérstaklega í ljósi fjandsamlegrar afstöðu ríksins gagnvart Katar,“ „Því er Grealish ekki bara stjörnuleikmaður, hann er enn eitt peðið í alþjóðapólitík, valdabaráttu og keppninni um jákvæða umfjöllun árið 2022,“ segir Chadwick. Enski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Fjölmörg félög í Evrópu og víðar hafa haldið sig til hlés í félagsskiptaglugganum í sumar eða reynt að fá leikmenn ódýrt, enda mörg hver illa sett fjárhagslega vegna áhrifa faraldursins síðustu misseri. Barcelona er ef til vill þekktasta dæmið, enda risastór klúbbur á heimsvísu sem missti frá sér stjörnuna Lionel Messi og getur ekki einu sinni skráð nýja leikmenn, sem allir fengust frítt, í leikmannahóp sinn í spænsku úrvalsdeildinni vegna bágrar fjárhagsstöðu. Paris Saint-Germain, sem er með einn dýrasta leikmannahóp Evrópu, bætti verulega við launapakka sinn með því að fá Gianluigi Donnarumma, Georginio Wijnaldum og Sergio Ramos frítt til félagsins, auk þess að kaupa Achraf Hakimi á 60 milljónir evra. Það virtist þó enn vera nóg til. Liðið var ekki lengi að ganga frá samningi við Messi eftir brottför hans frá Katalóníu, en hann er talinn fá um 500 þúsund evrur vikulega frá franska félaginu. Samtímis átti Manchester City ekki í tölulegum vandræðum með að punga út 100 milljónum punda, hæstu fjárhæð sem enskt félagslið hefur nokkurn tíma borgað fyrir leikmann, til að klófesta Jack Grealish frá Aston Villa. Þá hefur ekki verið útilokað að City eyði um 150 milljónum punda til viðbótar til að fá Harry Kane til félagsins frá Tottenham Hotspur. Þessi kaup eiga sér stað þrátt fyrir reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP) sem segja til um að félög megi ekki eyða peningum í leikmannakaup og laun umfram tekjur þess. En hvernig má þetta vera? Félög í ríkiseigu Manchester City og Paris Saint-Germain eru bæði í eigu aðila frá Miðausturlöndum og eru styrkt af sitthvoru ríkinu á svæðinu. PSG er í eigu Qatar Sports Investments, sem er fjármagnað af ríkissjóði Katar, og eigandi Manchester City, Sheikh Mansour, er í konungsfjölskyldu og ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bæði ríki státa af digrum olíusjóðum og hafa félögin tvö verið sökuð af blaðamönnum og mannréttindasamtökunum Amnesty International, um að nýta sér félögin til að bæta ímynd ríkjanna. Í því samhengi er talað um að hvítþvo, eða íþróttaþvo (e. sports-wash), mannréttindabrot í ríkjunum. Fræðimönnum í stjórnmálafræði og íþróttasiðfræði er þá tíðrætt um að ríkin noti þessi félög ekki einungis vegna hvítþvottar, heldur sé það hluti af utanríkisstefnu ríkjanna er þau sækjast eftir mjúku valdi (e. soft power). Manchester City hefur þegar verið sakað og dæmt fyrir að fara vísvitandi framhjá reglum UEFA með mörgum krókaleiðum, þar sem peningar frá furstadæmunum voru dulbúnir sem greiðslur frá styrktaraðilum. UEFA dæmdi City í bann frá Meistaradeildinni fyrir brot sín á síðasta ári en Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim dómi við. Fregnir fyrr í sumar herma að enska úrvalsdeildin sé enn með City til rannsóknar vegna þessa. Pólitík og valdabarátta Í samtali við iNews segir Simon Chadwick, prófessor við Emylon Business School í Bretlandi, ríkin tvö vera í keppni hvort við annað og peningar séu þar engin fyrirstaða. „Sem stendur virðist evrópskur fótbolti einkennast af tvíhggju milli Manchester City og PSG sem eru bæði gera allt til að vinna Meistaradeildina,“ segir Chadwick. Hvorugu liðinu hefur tekist að vinna stærsta titil Evrópu en City tapaði í úrslitum í ár á meðan PSG tapaði í fyrra. „Þetta hefur leitt til þess að bæði lið hafa aukið sókn sína að titlinum þar sem peningar eru engin fyrirstaða, þar sem City keypti Grealish (og mögulega Kane), og PSG keypti Messi, sem fer í hóp með nokkrum öðrum nýjum leikmönnum hjá franska félaginu,“ Þá segir Chadwick ríginn milli ríkjanna hafa mikið að segja. „Þar sem Katar leggur væntanlega allt kapp á að vinna Meistaradeildina sama ár og ríkið heldur HM [á næsta ári, 2022], er nokkuð ljóst að þeir frá Abú Dhabí séu ákveðnir í því að skemma partýið og grafa undan forskoti erkifjenda sinna, sérstaklega í ljósi fjandsamlegrar afstöðu ríksins gagnvart Katar,“ „Því er Grealish ekki bara stjörnuleikmaður, hann er enn eitt peðið í alþjóðapólitík, valdabaráttu og keppninni um jákvæða umfjöllun árið 2022,“ segir Chadwick.
Enski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira