Hvernig fiskeldi viljum við? Rúnar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2021 07:02 Ef mælaborð fiskeldis er skoðað má sjá að ársframleiðsla á laxi í sjókvíum var 32.267 tonn árið 2020. Á sama stað má sjá að notuð voru 43.557 tonn af fóðri í þessa framleiðslu. Samkvæmt því þarf um 1,3 kg af fóðri til að ala 1 kg af laxi. Laxafóður er blanda af grænmetispróteinum (70%) og fiskimjöli (30%) eins og sjá má hér. Það er því ljóst að það þarf að rækta mikið magn af t.d soya eða sólblómum eingöngu til að fullnægja þessari þörf fyrir grænmetisprótein - fyrir utan allt sem er ræktað til manneldis. Einnig þarf mikið magn af fiskimjöli og þar sem nýtingarhlutfall við bræðslu uppsjávarfisks er ekki nema 17-20% eftir tegundum þarf að veiða mikinn fisk til að framleiða það mjöl sem þarf. Því leyfir maður sér að spyrja: Er fiskeldi virkilega eins umhverfisvænt og sum fullyrða? Gríðarlegt magn af úrgangi fellur til botns og mengar í kringum eldisstöðvarnar. Landsvæði undir ræktun þess próteins sem þarf í fiskeldið er í mörgum tilfellum fengið með skógarhöggi og fiskveiðar til mjölframleiðslu ganga nærri nytjastofnum, sem margir hverjir eiga undir högg að sækja. Nú geri ég mér vel grein fyrir því að fiskeldi er stór atvinnugrein og hluti af fæðuöryggi heimsins. Það þýðir hins vegar ekki að við getum ekki gert ríkar kröfur um að iðnaðurinn sé umhverfisvænni. Loftslagið krefst þess. Framtíð fiskeldis Samkvæmt viðtali við stjórnarformann stærsta hluthafa íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax er sjókvíaeldi í opnum kvíum á útleið. Er því ekki kjörið tækifæri til þess að koma fiskeldi á land, eða í það minnsta lokaðar kvíar, og gera með því fiskeldi minna mengandi en það er núna? Ég tel hyggilegt að hlusta á þau orð og fara strax að huga að öðrum fiskeldislausnum en opnum sjókvíum. Landeldi sleppir ekki úrgangi í sjóinn, þar er hægt að ná honum og nýta til vinnslu á metangasi og áburði svo dæmi sé nefnt. Svipað mætti gera með lokaðar sjókvíar. Líklega þyrfti minna fóður því það félli ekki niður í gegnum netamöskva kvíanna og þar með minnkar sótspor fóðurframleiðslunnar. Píratar hafa sett sér stefnu í fiskeldismálum. Þar segir meðal annars: „Markmið okkar er að hagkvæmara verði að stunda fiskeldi á landi en í sjó. Við munum tryggja að löggjöf um fiskeldi á landi verði einföld og skilvirk. Ljóst er þó að afkoma fjölmargra Íslendinga byggir á því sjókvíeldi sem nú þegar hefur byggst upp við landið. Við hyggjumst ekki kollvarpa fyrir þeim rekstri sem nú þegar er kominn á laggirnar, en gerum kröfu um að fiskeldið fari fram í lokuðum kvíum.“ Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ef mælaborð fiskeldis er skoðað má sjá að ársframleiðsla á laxi í sjókvíum var 32.267 tonn árið 2020. Á sama stað má sjá að notuð voru 43.557 tonn af fóðri í þessa framleiðslu. Samkvæmt því þarf um 1,3 kg af fóðri til að ala 1 kg af laxi. Laxafóður er blanda af grænmetispróteinum (70%) og fiskimjöli (30%) eins og sjá má hér. Það er því ljóst að það þarf að rækta mikið magn af t.d soya eða sólblómum eingöngu til að fullnægja þessari þörf fyrir grænmetisprótein - fyrir utan allt sem er ræktað til manneldis. Einnig þarf mikið magn af fiskimjöli og þar sem nýtingarhlutfall við bræðslu uppsjávarfisks er ekki nema 17-20% eftir tegundum þarf að veiða mikinn fisk til að framleiða það mjöl sem þarf. Því leyfir maður sér að spyrja: Er fiskeldi virkilega eins umhverfisvænt og sum fullyrða? Gríðarlegt magn af úrgangi fellur til botns og mengar í kringum eldisstöðvarnar. Landsvæði undir ræktun þess próteins sem þarf í fiskeldið er í mörgum tilfellum fengið með skógarhöggi og fiskveiðar til mjölframleiðslu ganga nærri nytjastofnum, sem margir hverjir eiga undir högg að sækja. Nú geri ég mér vel grein fyrir því að fiskeldi er stór atvinnugrein og hluti af fæðuöryggi heimsins. Það þýðir hins vegar ekki að við getum ekki gert ríkar kröfur um að iðnaðurinn sé umhverfisvænni. Loftslagið krefst þess. Framtíð fiskeldis Samkvæmt viðtali við stjórnarformann stærsta hluthafa íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax er sjókvíaeldi í opnum kvíum á útleið. Er því ekki kjörið tækifæri til þess að koma fiskeldi á land, eða í það minnsta lokaðar kvíar, og gera með því fiskeldi minna mengandi en það er núna? Ég tel hyggilegt að hlusta á þau orð og fara strax að huga að öðrum fiskeldislausnum en opnum sjókvíum. Landeldi sleppir ekki úrgangi í sjóinn, þar er hægt að ná honum og nýta til vinnslu á metangasi og áburði svo dæmi sé nefnt. Svipað mætti gera með lokaðar sjókvíar. Líklega þyrfti minna fóður því það félli ekki niður í gegnum netamöskva kvíanna og þar með minnkar sótspor fóðurframleiðslunnar. Píratar hafa sett sér stefnu í fiskeldismálum. Þar segir meðal annars: „Markmið okkar er að hagkvæmara verði að stunda fiskeldi á landi en í sjó. Við munum tryggja að löggjöf um fiskeldi á landi verði einföld og skilvirk. Ljóst er þó að afkoma fjölmargra Íslendinga byggir á því sjókvíeldi sem nú þegar hefur byggst upp við landið. Við hyggjumst ekki kollvarpa fyrir þeim rekstri sem nú þegar er kominn á laggirnar, en gerum kröfu um að fiskeldið fari fram í lokuðum kvíum.“ Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun