Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. ágúst 2021 13:55 Fulltrúar sveitarstjórna á Reykjanesi funda með ráðherrum í Grindavík. Vísir/Sigurjón Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Ríkisstjórnin situr nú á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru meðal annars til umræðu. Á dagskrá er einnig að ræða við fulltrúa sveitarstjórna á svæðinu og stendur sá fundur yfir nú. Morguninn hófst á ríkisstjórnarfundi en hann virðist hafa dregist eitthvað á langinn og fram í þann hluta dagskrárinnar þar sem gert var ráð fyrir hádegismat. Þurftu ráðherrar því að snæða hádegisverð á meðan fundurinn með fulltrúum sveitarstjórna hófst. Ekki í góðum málum ef eldgosið skaðar helstu innviði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er einn af þeim sem situr fundinn með ráðherrum. Hann segir að afleiðingar atvinnuleysis á svæðinu og þær ógnir sem stafi af eldgosinu í Fagradalsfjalli muni helst koma til umræðu. „Við erum auðvitað að glíma við afleiðingar af þessum faraldri eins og flest aðrir landshlutar. Atvinnuleysi hér hefur verið mjög mikið og við munum auðvitað fá að ræða við þau hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það er líka verið að horfa á eldgosið sem er hér fyrir utan gluggann hjá okkur og þá náttúruvá sem getur fylgt því,“ sagði Guðbrandur í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttir fréttamann í Grindavík í dag. „HS Orka er hérna hinum megin við götuna má segja. Bláa lónið er þarna líka. Við erum með vatnsból ekkert langt í burtu. Ef að allir þessir innviðir verða fyrir skaða af eldgosi þá erum við ekki í góðum málum. Það þarf líka að horfa til þess. Suðurlandslínu II til þess að tryggja raforkuöryggi. Það er margt sem við getum rætt hvað þetta varðar.“ Býstu við löngum fundi? „Við fáum tvo tíma held ég þannig að við ætlum að nýta þá vel“ Eldgos í Fagradalsfjalli Vinnumarkaður Reykjanesbær Grindavík Vogar Byggðamál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Ríkisstjórnin situr nú á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru meðal annars til umræðu. Á dagskrá er einnig að ræða við fulltrúa sveitarstjórna á svæðinu og stendur sá fundur yfir nú. Morguninn hófst á ríkisstjórnarfundi en hann virðist hafa dregist eitthvað á langinn og fram í þann hluta dagskrárinnar þar sem gert var ráð fyrir hádegismat. Þurftu ráðherrar því að snæða hádegisverð á meðan fundurinn með fulltrúum sveitarstjórna hófst. Ekki í góðum málum ef eldgosið skaðar helstu innviði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er einn af þeim sem situr fundinn með ráðherrum. Hann segir að afleiðingar atvinnuleysis á svæðinu og þær ógnir sem stafi af eldgosinu í Fagradalsfjalli muni helst koma til umræðu. „Við erum auðvitað að glíma við afleiðingar af þessum faraldri eins og flest aðrir landshlutar. Atvinnuleysi hér hefur verið mjög mikið og við munum auðvitað fá að ræða við þau hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það er líka verið að horfa á eldgosið sem er hér fyrir utan gluggann hjá okkur og þá náttúruvá sem getur fylgt því,“ sagði Guðbrandur í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttir fréttamann í Grindavík í dag. „HS Orka er hérna hinum megin við götuna má segja. Bláa lónið er þarna líka. Við erum með vatnsból ekkert langt í burtu. Ef að allir þessir innviðir verða fyrir skaða af eldgosi þá erum við ekki í góðum málum. Það þarf líka að horfa til þess. Suðurlandslínu II til þess að tryggja raforkuöryggi. Það er margt sem við getum rætt hvað þetta varðar.“ Býstu við löngum fundi? „Við fáum tvo tíma held ég þannig að við ætlum að nýta þá vel“
Eldgos í Fagradalsfjalli Vinnumarkaður Reykjanesbær Grindavík Vogar Byggðamál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46
Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26