Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands.
„Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri.
„Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun.
Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan.
Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns.
Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra.
Uppfært kl. 10.37:
Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri:
„Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“