Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 11:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna að loknum fundi sem talið er að ljúki um tólf leytið. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrir fundinn í morgun að næstu skref yrðu rædd á fundinum og greint yrði frá hver þau yrðu að fundi loknum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í morgun að aðgerðir til lengri tíma yrðu þó ekki kynntar strax. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, er við Salthúsið í Grindavík og grípur ráðherra tali að fundi loknum. Uppfært klukkan 12:20. Fundi ríkisstjórnarinnar í Salthúsinu í Grindavík er að ljúka og hádegismatur fram undan hjá ráðherrum. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að ráðherrar muni ekki veita viðtöl eftir fundinn. Haldinn verður blaðamannafundur klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. Hann verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrir fundinn í morgun að næstu skref yrðu rædd á fundinum og greint yrði frá hver þau yrðu að fundi loknum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í morgun að aðgerðir til lengri tíma yrðu þó ekki kynntar strax. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, er við Salthúsið í Grindavík og grípur ráðherra tali að fundi loknum. Uppfært klukkan 12:20. Fundi ríkisstjórnarinnar í Salthúsinu í Grindavík er að ljúka og hádegismatur fram undan hjá ráðherrum. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að ráðherrar muni ekki veita viðtöl eftir fundinn. Haldinn verður blaðamannafundur klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. Hann verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira