Kröfu Britney um að flýta réttarhöldum um forræði hennar hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2021 11:02 Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau eiga nú í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. EPA/ETIENNE LAURENT Beiðni tónlistarkonunnar Britney Spears um að réttarhöldum um forræði föður hennar yfir hennar málefnum hefur verið hafnað. Dómari úrskurðaði í gær að réttarhöldin muni hefjast þann 29. september, eins og áður stóð til. Dómarinn færði ekki rök fyrir ákvörðun sinni, samkvæmt frétt Variety. Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau eiga nú í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. Dómstóll skipað nýverið sérfræðing til að halda utan um líf Britney á meðan Jaime fer enn með forræði fjármála hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en án mikils árangurs hingað til. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því fyrir helgi að Jamie hefði sagt dómara að engin ástæða væri fyrir því að fella niður forræði hans yfir dóttur sinni. Hann sagði einnig að Jodi Montgomery, áður nefndur sérfræðingur, hafi hringt í sig nýverið og lýst yfir áhyggjum af geðheilsu Briteny. Því mótmælti Motgomery harðlega og sagði í yfirlýsingu að það væri forræði hans yfir Britney sem væri að valda henni andlegum skaða. Montgomery sagð rétt að hún hafi rætt geðheilsu Britney við föður hennar. Hún telji hins vegar að það sé hann og forræði hans yfir dóttur sinni sem sé að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu Britney. Þá lagði hún til að fella ætti forræðið niður, eins og hún hefur gert áður. Mathew Rosengart, nýr lögmaður Britney, hafði farið fram á að réttarhöldunum yrði flýtt á þeim grundvelli að hver dagur væri mikilvægur. Að á hverjum degi sem Jamie færi með fjárræði hennar, væri Britney í uppnámi og tapaði svefni. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dómarinn færði ekki rök fyrir ákvörðun sinni, samkvæmt frétt Variety. Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau eiga nú í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. Dómstóll skipað nýverið sérfræðing til að halda utan um líf Britney á meðan Jaime fer enn með forræði fjármála hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en án mikils árangurs hingað til. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því fyrir helgi að Jamie hefði sagt dómara að engin ástæða væri fyrir því að fella niður forræði hans yfir dóttur sinni. Hann sagði einnig að Jodi Montgomery, áður nefndur sérfræðingur, hafi hringt í sig nýverið og lýst yfir áhyggjum af geðheilsu Briteny. Því mótmælti Motgomery harðlega og sagði í yfirlýsingu að það væri forræði hans yfir Britney sem væri að valda henni andlegum skaða. Montgomery sagð rétt að hún hafi rætt geðheilsu Britney við föður hennar. Hún telji hins vegar að það sé hann og forræði hans yfir dóttur sinni sem sé að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu Britney. Þá lagði hún til að fella ætti forræðið niður, eins og hún hefur gert áður. Mathew Rosengart, nýr lögmaður Britney, hafði farið fram á að réttarhöldunum yrði flýtt á þeim grundvelli að hver dagur væri mikilvægur. Að á hverjum degi sem Jamie færi með fjárræði hennar, væri Britney í uppnámi og tapaði svefni.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira