Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Donny stefnir á að brosa meira á komandi leiktíð. EPA-EFE/Laurence Griffiths Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum. Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira