Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 14:41 Alexander Lúkasjenkó hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands í 26 ár. Getty Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56